Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, mars 30, 2004

Hardjaxl dagsins

er tinandi gamalmenni frá Ísrael sem heldur um sprotann í hljómsveitarverkefni vikunnar. Undir hans stjórn skulu allir gera sitt besta - og gott betur. Hr. Hardjaxl krefst thess ad fólk spili hreint og skýrt. Glissando er bannad og autopilot víbrató eitthvad sem lásí amatörar nota til ad fela slappa spilamennsku. Hr. Hardjaxl laetur óánaegju sína óspart í ljós. Hann vinnur haegt og stoppar ítrekad til ad fraeda hljómsveitina um hversu illa hún spilar. Hann hristir hausinn, blótar á hebresku og fullyrdir ad hann hafi aldrei komist í taeri vid annad eins.

Veslings H-lendingarnir. Thau sitja tharna med litlu fidlurnar sínar og titra af skelfingu. Víóluhópurinn bítur á jaxlinn, bölvar í hljódi, skerpir einbeitinguna og spilar thad sem af honum er krafist. Thad virkar. Í dag skammadi hann okkur minnst. Mér leid samt eins og undinni tusku thegar aefingin var búin. 4 tíma stanslaus einbeiting tekur sinn toll.

Thad er skemmtileg tilbreyting ad vinna undir stjórn Hr. Hardjaxls eftir ad hafa ekki kynnst hörkulegum vinnubrögdum af hálfu hljómsveitarstjóra sídan ég kom hingad til lands. Thegar svona fólk situr vid stjórnvölinn gera allir sitt besta, hver einasti madur laerir partana sína og vinnur af krafti. Medalmennskan er hér víds fjarri. Thad má svo deila um thad hvort haegt sé ad ná sama árangri med minni andlegum tilkostnadi...

Mér er alveg sama. Mér laerdist fyrir löngu sídan ad taka gagnrýni af thessu tagi ekki sem persónulegri árás. Eftir ad hafa spilad undir stjórn vissra manna heima á Íslandi (ádur en their eignudust börn...) og álíka skaphunda annars stadar er madur öllu vanur. Múhahahahaaa...

Víóluskrímslid - best ad fara ad aefa sig


Engin ummæli: