Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, mars 18, 2004

Í kvöld

lemur leigusalinn okkar í heimsókn. Kerlingarhelvítid aetlar nefnilega ad haekka vid okkur leiguna vegna thess hversu eydslusöm vid erum á gas og vatn. Persónulega held ég ad ástaedan fyrir haekkandi gasreikningi sé ekki ofnotkun íbúa heldur ástandid á gaskatlinum í eldhúsinu. Meira hraeid. Gasofnarnir í herbergjunum líta út eins og minjagripir úr fyrra strídi. Ég sef alltaf vid opinn glugga.

Vatnsnotkunin er svo annad mál. La Familia eru fyrstu íbúar hússins í 20 ár sem thrífa í hverri viku og fara reglulega i bad. Thad vaeri undarlegt ef thad kaemi ekki fram á maelunum. Annad og verra er svo ad la Familia samanstendur af útlendingum sem hafa ekki taekifaeri til thess ad láta foreldra sína thvo af sér. Thvottavélin er greinilega ad verda okkur dýrkeypt.

Merkilegt samt ad hún aetli ad haekka leiguna núna thegar sumarid er í nánd og ekkert verdur kynt í fimm mánudi.

Á dagskrá er ad sýna frúnni rotnada veggfódrid í ganginum sem haegt og rólega er ad detta af án thess ad nokkud sé ad gert, kakkalakkafjölskylduna bak vid ónýtu eldhúsinnréttinguna, maurahersveitirnar í gardinum sem trítla reglulega inn í eldhús um gatid sem er á bakhurdinni, mygluna í sturtunni, leka klósettid, óopnanlega gluggann í herberginu hans Luisar, lausa handridid á efri haedinni, bilada gasketilinn í herberginu hennar Láru og thann ólöglega í eldhúsinu. Ef vid verdum í studi getum vid líka leyft henni ad finna hversu hratt kólnar í óeinangrudu húsi sé slökkt á ofnunum í tíu mínútur.

Haekka vid okkur leiguna my ass. Hún getur bara andskotast til ad fara sjaldnar til Spánar.

Víóluskrímslid - Cosa Nostra


Engin ummæli: