Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, mars 27, 2004

Bíó

Mér finnst ekki gaman ad fara út ad skemmta mér í H-landi. Mér finnst alltaf eins og ég sé föst inn á REX heitnum umkringd fáklaeddum skraekjandi smábörnum. Til ad brjóta upp hversdagsleikann fer ég á raudvínsfyllerí í eldhúsinu heima med "fjölskyldunni" - nú eda í bíó.

Í Tilburg eru nokkur skemmtileg bíóhús sem sýna gódar myndir alls stadar ad úr heiminum - nema kannski helst frá Bandaríkjunum. Eitt theirra sýnir reglulega heimildamyndir af ýmsu tagi.

Margir sjá David Attenborough fyrir sér thegar minnst er á heimildamyndir, talandi fjálglega og af innlifun um mökunarmynstur maura, nú eda upp í hugann koma gydingleg gamalmenni, fangabúdir nasista og Adagio eftir Barber í bakgrunni. Flestum thykir thad ekki mikid skemmtiefni. Thad er thó mesti misskilningur. Thad er nefnilega glettilega gaman ad horfa á vel gerdar alvöru heimildamyndir.

Á midvikudagskvöldid fór ég ad sjá myndina Venus Boyz. Allir thekkja Dragdrottningar og hafa jafnvel séd eina eda tvaer taka lagid á svidi. Thessi mynd fjallad ekki um drottningar, heldur KÓNGA. Venus Boyz er heimildamynd um konur sem klaeda sig í drag. Og tekst grídarlega vel upp.

Blekkingin er alger thegar thaer eru komnar í jakkafötin, búnar ad troda einum vaenum í naerbuxurnar, líma nidur á sér brjóstin og festa framan í sig nokkur skegghár. Thaer stíga fastar til jardar, ganga beinar í baki - og klóra sér í klofinu. Húrra fyrir thví. Ég var algerlega uppnumin.

Einu sinni fór ég sem stórsöngvarinn Geir Ólafsson á grímuball. Í kjólfötum af vafasömum uppruna. Vid Geir erum svipud á haed, baedi ljóshaerd og thegar ég var búin ad taka af mér gleraugun og kemba hárid aftur var alveg haegt ad villast á okkur. Eda svo fannst fylgisveini mínum, "rússnesku nektardansmaerinni Jelenku" sem tveimur tímum fyrr hafdi fengid gelbrjóstahaldarann hennar litlu systur lánadan svo hann liti út fyrir ad vera med brjóst. Thetta fannst mér gaman. Ekki síst thegar vid löbbudum inn á L.A. og Vegasperrarnir fyrir utan reyndu vid "Jelenku". Og líka sídar um nóttina thegar löggan handtók okkur og lét "Jelenku" blása á medan "Geir Ólafsson" sat í bílnum og flissadi afar karlmannlega.

Dragkóngar og drottningar sýna fram á svo ekki verdur um villst ad bilid milli kynjanna er ekki eins mikid og sumir vilja vera láta. Í raun er ekkert bil. Fyrst thad er svona audvelt ad thurrka thad út.

Naest teipa ég nidur á mér brjóstin.

Víóluskrímslid - til heidurs Geir

Engin ummæli: