Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, mars 23, 2004

Nyjustu fréttir

Gamla drottningin hún Júlíana er dáin og hér er flaggad í hálfa stöng. Ég sem hélt ad hún vaeri löngu farin yfir móduna miklu. Svona er ad fylgjast ekki med lífi kóngafólksins.

H-lendingar syrgja Júlíönu heitna og minnast hennar med hlýju. Hún var víst svolítid spes. Eda hvad kallar madur drottningar sem leita til kraftaverkalaekna til ad laekna börn sín af blindu og hóta ad segja af sér verdi mönnum theirra ekki veitt sakaruppgjöf fyrir stórfelldan fjárdrátt? En hún fór um allt á hjóli blessud kerlingin. Núverandi drottning myndi liklegast frekar ganga um opinberlega med notadar naerbuxur á hausnum - úthverfar.


Sjór

Á sunnudag var ég stödd í Haag. Kennarinn minn var ad spila á tónleikum med Kammersveit Útvarpsins (sem reyndar á ad leggja nidur í sparnadarskyni á naestu mánudum) og gat kríad út bodsmida handa mér. Á efnisskrá voru 3 verk. Sinfónía eftir Frans Krommer, samtímamann Beethovens sem enginn thekkir í dag vegna thess ad Beethoven fannst hann púkó á sínum tíma, balletsvíta eftir Hindemith og píanókonsert eftir Mozart. Gódir tónleikar og Krommer var stórskemmtilegur. Skamm Beethoven ad eydileggja svona fyrir manninum.

Á tónleikunum var fjöldinn allur af bodsgestum. Thar ed Haag er stjórnsýsluleg midstöd Hollands, adsetur konungsfjölskyldunnar og uppfull af sendirádum hvadanaeva ad úr heiminum var mikill hluti gesta á vegum einhverra annarra en sjálfra sín. Marga langadi ekkert ad vera tharna og hundleiddist. Thad heyrdi madur á skrjáfinu, raeskingunum, hóstaköstunum, nammiátinu og thví ad menn voru ekkert ad laekka róminn thegar spjallad var vid naesta mann. Ég var farin ad rádgera stórfelldar hausa-afbítingar. Thess gerdist thó ekki thörf. Salurinn hálftaemdist eftir hlé. Thetta lid kann ad bjarga sér. Og mér.

Eftir tónleikana fór ég í stuttan tíma og skrapp svo á ströndina. Thar sá ég sjóinn í fyrsta sinn í taepa thrjá mánudi. Thad var stórkostlegt.


Gledi

Nýju eyrnatapparnir virka med eindaemum vel.


Víóluskrímslid - í tengslum vid innra sjálf

Engin ummæli: