Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, mars 01, 2004

Gúmmísólar

Allir sem lesid hafa baekur Enidar Blyton vita ad thad er lífsnaudsynlegt ad vera á skóm med gúmmísólum thegar elta á uppi skúrka og koma lögum yfir glaepahringi af ýmsum staerdum og gerdum. Thad er vegna thess ad thad er audveldara ad ganga hljódlega um á gúmmísólum en klossum. Finnst öllum nema mér.

Einhvern veginn tekst mér ad framkalla hrikalegan hávada hvert sem ég fer og eru thó allir mínir skór gúmmísóladir. Mér lídur oft eins og fíl í postulísbúd thegar ég skrensa mér leid um gangana í skólanum. Thad var ábyggilega aldrei línóleumdúkur á gólfunum hjá Enid Blyton.

Reyndar er mér meinilla vid helvítis Enid Blyton. Í öllu hennar bókum var nefnilega alltaf einn veiklulegur krakki sem thordi engu, fékk hland fyrir hjartad ef hann sá ánamadk og var alltaf skilinn eftir vid laekinn til ad vaska upp eftir nautatunguát dagsins medan hinir krakkarnir fóru ad elta skúrka á gúmmísólum. Og hvad haldid thid ad thessi vaelukjói hafi heitid? Audvitad Anna.

Thad laedist ad mér sá grunur ad allt mitt líf hafi ég verid ad reyna ad losa mig vid thessi nafnatengsl enda Anna hennar Enidar med eindaemum leidinlegur og óspennandi krakki.

Höldum gúmmísólabrennu. Fögnum henni svo med ísrjóma.

Víóluskrímslid - laus undan oki Enidar

Engin ummæli: