Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, mars 06, 2004

Pönk

Í gaerkveldi fór ég med drengjunum úr Pretoriastraat á tónleika med hljómsveitunum Anti - Flag og De Heideroosjes.
Í dag er ég med hardsperrur í hálsinum eftir allt headbangid, 8 marbletti og finnst eins og ég heyri allt í gegnum bómull.

Og ég sem fór á klóid í hléinu og tród í eyrun. Thad hafdi greinilega ekki mikid ad segja.

Tónleikarnir voru haldnir í 013, sem er adaltónleikahöll Tilburgar. 1200 manns í salnum. Ég hef ekki séd svona marga hanakamba á einum stad sídan ég fór med Orra á Utangardsmenn í Höllinni. Vid komum seint svo salurinn var thegar ordinn fullur af fólki. Vid tókum okkur thví stödu á besta stad - vid brynningarvélina.

Vid drukkum mikinn bjór í aerandi hávada frá reidu drengjunum í Anti - Flag sem sögdu George W. Bush reglulega ad fara til helvítis (vid mikinn fögnud tónleikagesta). Svo lögdum vid í hann. Drengirnir lögdu mér lífsreglurnar.

Settu handleggina fyrir thig og notadu olnbogana sem brjóstvörn.
Passadu thig á fljúgandi bjórglösum
Vertu vidbúin thví ad thú thurfir ad hjálpa til vid ad bera einhvern hálfvitann sem fannst snidugt ad taka svidsdýfu nidur í mannfjöldann
Ekki anda of hratt hér er ekki mikid súrefni
Komdu thér í burtu úr mannfjöldanum ef thér verdur of heitt
Lemdu frá thér ef einhverjir aetla ad troda thig nidur


og svo framvegis.

Vid lögdum í pyttinn og öskrudum med Heidarósunum naesta klukkutímann. Thar rédi frumskógarlögmálid ríkjum. Mannfjöldinn slengdist til og frá og ég hafdi ekki undan ad berja frá mér. Mikid gaman. Madur faer ekki nógu mörg taekifaeri til ad kynnast dýrinu í sjálfum sér.

Svo hjóladi ég heim í rigningunni.

Naest fer ég med eyrnatappa.

Víóluskrímslid - blátt og marid

Engin ummæli: