Hoera een jongen
Thegar börn faedast í H-landi er mikid um dýrdir enda hafa innfaeddir H-lendingar miklar áhyggjur af thví ad their fjölgi sér ekki nógu hratt midad vid innflytjendurna. Barnsfaeding hefur hér í för med sér mikid skipulag. Thad tídkast t.d. ekki hér ad nýbakadir fedur hringi á línuna til ad láta nánustu aettingja og vini vita af afkvaeminu. Thad eru send kort. H-lendingum finnst voda gaman ad senda innihaldslaus kort í aepandi litum vid minnsta tilefni. Faedingarkortin eru thar engin undatekning.
Flestir vilja fá ad vita kyn fóstursins um leid og thad er haegt thví thad tharf ad skipuleggja allt heila klabbid ádur en unginn kemur í heiminn. Thad tharf ad panta faedingarkort í réttum lit hjá prentstofu og skrautid sem hengt er utan á húsid tharf ad vera í stíl. Sumir ganga svo langt ad stilla fígúrum úr pappamassa eda krossvid út í gard. Á theim stendur nafn barnsins stórum stöfum. Margar H-lenskar konur faeda heima hjá sér í sparnadarskyni en ef thad er ekki haegt vegna laeknisfraedilegra vandkvaeda fara thaer heim af spítalanum eins fljótt og kostur er. Á faedingarkortinu stendur skrifad hvenaer má koma í heimsókn. Thad er yfirleitt ca.hálftími á dag.
Annad skemmtilegt fylgir faedingu H-lenskra barna og thad eru tvíbökur med músum. Mýs eru lítil nammikorn sem sumum finnst gott ad borda ofan á braud. Thegar drengur faedist fá gestir sem koma í heimsókn tvíböku med bláum músum. Hafi stúlka faedst eru mýsnar bleikar. Ad sjálfsögdu faer hver gestur adeins eina tvíböku med teinu sínu. Ég myndi kalla thad músafasisma nema fyrir thá sök ad thessar mýs eru alger vidbjódur og ekki á menn leggjandi ad borda thaer í bílförmum.
Thad thridja sem fylgir faedingu H-lenskra barna er innilokun módurinnar. Módirin fer yfirleitt ekki út úr húsi naestu 18 aeviár barnsins. Thad er vegna thess ad hér má ekki láta börn sjá um sig sjálf. Thad er haettulegt. Ég gerdi einusinni thau afdrifaríku mistök ad segja frá hinum íslenska sid ad láta börn sofa úti. Fólki fannst thad jafnvel meiri misthyrming en ad setja börn á leikskóla.
Thad faeddist barn í hverfinu mínu í nótt. Ég veit thad vegna thess ad thegar ég gekk fram hjá húsinu var búid ad hengja bláan borda í gluggann. Hoera een jongen. Húrra, thad var drengur.
Víóluskrímslid - til hamingju
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli