Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, mars 15, 2004

Thad er komid vor

Thad hlaut ad koma ad thví. Hitamaelirinn í gardinum skreid yfir 15 stigin í gaerdag. Mikid var ég glöd.

Á leidinni í skólann í morgun uppgötvadi ég ný blóm á trjánum í litla skítagardinum. Ég var svo upptekin af thví ad skoda thau og líta björtum augum á tilveruna ad ég var naestum búin ad stíga í einn blautan.

Ég venst aldrei thessum helvítis hundaskít.


Gledifréttir

Ég herti upp hugann og tók kennarann minn á eintal sídastlidinn föstudag. Nidurstadan var gledileg. Ég fae ad klára á fjórum árum - verdi ég samviskusöm, dugleg og idin. Thad er engin smá gulrót til ad elta! Nú verd ég bara ad vera samviskusöm, dugleg og idin í rúm tvö ár í vidbót.

Merkilegt hvad thad léttir lund ad sjá fram á lok einhvers. Hédan fer ég alfarin thegar thar ad kemur. Stefnan sett á Finnland. , Sána, volgt vodka og karókíbarir, hér kem ég.


Víóluskrímslid - samviskusamt, duglegt og idid

Engin ummæli: