Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, júní 18, 2004

Fótbolti

Mér hefur alltaf thótt gaman ad fótbolta. Thegar ég var lítil sat ég um ad fá ad spila med í frímínútum. Snemma vann ég mér gott ord sem grimmur varnarmadur. Ég stód einfaldlega í vörninni og rédst á hvern thann sem var med boltann. Sú stadreynd ad ég sé ekki alltof vel rédi miklu um thad ad stundum rédst ég líka á thá sem voru med mér í lidi. Mörg sumarkvöldin sparkadi ég tudru nidri á skólalód. Ég átti eina sjálf, svarthvíta úr alvöru ledri.

Ýmislegt bar til tídinda í boltanum. Einu sinni fékk ég fast skot beint framan í mig. Gleraugun kýldust inn í andlitid á mér og ég leit út eins og thvottabjörn í tvaer vikur. Verra var thegar ég hljóp á hausinn á Ragnhildi bekkjarsystur minni í óhaminni aesingu og braut í mér framtennurnar. Ragnhildur fékk stóra kúlu á hausinn og ég plasttennur. Sem sjást enn, ef vel er ad gád.

Thegar ég fór svo ad stunda fidluspil minnkadi fótboltaáhuginn. Kennarinn minn hafdi nefnilega rekid upp ramakvein thegar ég ljóstradi thví upp í einum fidlutímanum ad ég spiladi fótbolta í frímínútum. Smátt og smátt skildist mér ad fótbolti og fidluleikur faeru ekki alltof vel saman. Madur notadi faeturna í fótbolta en hendurnar á fidluna. Ég hafdi tilhneigingu til ad nota hendurnar meira á boltann en naudsyn bar til. Eftir mikid sálarstríd, fingratognanir og óverdskuldud frí í fidlutíma vegna meidsla á höndum ákvad ég ad segja skilid vid fótboltann.

Sídan thá hef ég látid mér naegja ad fylgjast med einum og einum leik. Mér thykir reyndar ekki mikid til fótboltagláps koma enda er miklu skemmtilegra ad spila sjálfur. Auk thess finnst mér hjágudadýrkun sú er kennd er vid fótboltamenn og lidsanda stundum ganga út í öfgar. Sérstaklega thessa dagana í H-landi thegar menn skarta appelsínugulu vid öll taekifaeri, vefja húsin sín inn í órans plast og sprauta bílana í fánalitunum. Eins og thetta er ljótur litur. Meira ad segja krárnar baeta appelsínugulum matarlit í bjórinn. Andskotinn ad madur drekki svoleidis hland.

Thrátt fyrir thess óbeit á öllu sem órans er og heitir ákvad kvenkynshluti Húss hinna töfrandi lita ad halda fótboltakvöld á thridjudagskvöldid. Tilefnid var ekki af verri endanum, H-land versus Thýskaland. Allar krár í baenum voru búnar ad leigja risaskerma á la Ölver og óransklaeddir hálfvitar ruddust um straeti og torg. Vid sönkudum ad okkur bjór, pizzum og snakki og byrgdum okkur inni hjá Láru. Thad yrdi haettulegt ad vera úti skyldu H-lendingar tapa.

Leikurinn hófst og H-lendingar skitu á sig hvad eftir annad. Smátt og smátt snerist Hús hinna töfrandi lita alfarid á sveif med Thjódverjum. Eftir thví sem tómum bjórflöskum faekkadi en theim fullu fjölgadi urdu hvatningarhrópin öflugri. Dómurum var bölvad og hlegid ad helvítis H-lendingunum sem nú bördust eins og their aettu lífid ad leysa, enda áttu their án efa yfir höfdi sér leyniskyttur skyldu their tapa leiknum. Móda settist inn á gluggarúdurnar. Snakkid dreifdist um allt gólf. Vantadi bara netabolina. Med kaffiblettum.

Hrikaleg thögnin í húsunum í kring breyttist í einni skyndingu í grídarlegt siguróp sem vafalaust hefur fundist á jardskjálftamaelum. H-lendingar höfdu nád ad jafna, tíu mínútum fyrir leikslok. Thá var útséd um thad ad madur fengi ad sjá fullvaxna karlmenn gráta thad kvöldid. Eins og thad er nú gaman ad sjá feitlagna drukkna menn í fótboltabúningum gráta.

Leiknum lauk. Eitt eitt. Fjörid lognadist smám saman út af í Húsinu. Their sem vildu fóru út á óransklaett djammid. Ekki ég. Einn leikur í einu er alveg nóg.

aetli H-lendingana vanti varnarmann?


Víóluskrímslid - sterkt í sókn

Engin ummæli: