Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, september 13, 2004

Skítastandard

Allir sem einhvern tímann hafa komid heim til mín vita ad ég hef mikinn tolerans fyrir drasli. Mér lídur best sé ákvedid kaos ríkjandi í híbýlum mínum. Ég er auk thess safnari af guds nád og hendi engu. Thad er í genunum. Their sem efast um thad aettu ad kíkja heim til pabba og mömmu - ef their thá komast inn í íbúdina.

Til thess ad eiga audvelt med ad finna thad sem madur leitar ad fljótt og vel er gott ad skipuleggja draslid örlítid, thó án thess ad taka til. Taki madur til fer draslid inn í skápa og skúffur og madur finnur aldrei neitt. Hver kannast ekki vid ad hafa sett mikilvaegan hlut (eins og gleraugu, vegabréf, peninga eda flugfarsedla) á vísan stad sem madur finnur svo aldrei aftur?! Nei, thá er betra ad nota haugataeknina.

Haugataeknina hef ég thróad med mér allt sídan ég fékk mitt eigid herbergi haustid 1991. Hún byggist á thví ad safna skyldu drasli saman í sér hauga á gólfi, stólum, bordum og rúmi. Lykilatridi er ad audvelt sé ad komast á milli hauganna og róta í theim. Einn haugur hýsir t.d. óhrein föt sem madur nennir ekki ad thvo. Annar samanstendur af tiltölulega hreinum fötum sem madur gaeti taeknilega séd farid í einu sinni enn - en gerir aldrei. Sá thridji af bókum sem hvergi er pláss fyrir í yfirfullum bókahillum, sá fjórdi af geisladiskum, sá fimmti af nótum og heimaverkefnum og svo maetti lengi telja.

Ég er theirrar skodunar ad drasl sé ekki skítur. Drasl er heimilislegt. Skítur er thad ekki. Thegar ég var búin ad fara í sturtu í gaermorgun og var komin aftur upp í herbergid mitt tók ég eftir thví ad iljarnar á mér voru svartari en ádur en ég lagdi í sturtuferdina. Thá var Bleik brugdid og dagurinn fór í ad skúra húsid og drepa allt kvikt sem hafdi búid um sig í ýmisskonar skúmaskotum - en nóg er af theim í Húsi hinna töfrandi lita. Nú er haegt ad labba um gangana án thess ad kremja pöddur í ödruhverju spori eda festa sokkinn í klístri í eldhúsinu. Ég er sátt.

Ad vísu er fullt af drasli út um allt. Dagblöd sídan frá thví fyrir sumarfrí og fullt af uppskriftabókum med fitusnaudum uppskriftum sídan Lára fór sídast í megrun. Hálftómir kryddbaukar og fimm nánast tómir hrísgrjónapokar í skápnum sem vel vaeri haegt ad sameina í einn ef madur nennti ad eyda mínútu af aevi sinni í thad. Gömul hljómfraedipróf liggja eins og hrávidi um herbergid mitt og tónlistarsöguglósurnar frá thví í fyrra eru enn á skrifbordinu. Sama er mér. Ég veit thá hvar thaer er ad finna.

Drasl er ekki skítur. Drasl er gott.


Víóluskrímslid- draslari

Engin ummæli: