Ó Nederland Alvara lífsins er hafin á ný. Í gaer kvaddi ég litlu systur sem nú býr í risastóru herbergi í A-Berlín med rósettum í loftum og steig upp í lest á leid til H-lands. Ferdin gekk stóráfallalaust fyrir sig thrátt fyrir ad ég hafi thurft ad skipta um saeti nokkrum sinnum. Svona er ad nenna ekki ad bída í röd á trodfullum lestarstödvum til ad geta pantad sér saeti. Merkilegt samt hvad sumir nenna ad standa í thví ad hrekja fridsamt fólk eins og mig úr pantada saetinu sínu thegar 20 önnur og betri eru laus í vagninum. Midad vid ummerkin á glugganum vid sídasta saetid hafdi barn setid thar stuttu ádur. Ég hugsa ad thad hafi fengid baedi ís og súkkuladi í nesti. Thad var varla haegt ad sjá út um gluggann. Holland heilsadi thegar vandlega gelgreiddir unglingar med mikilmennskubrjálaedi vopnadir kylfum og piparspreyi komu og skodudu vegabréf vidstaddra. Sá sem skodadi mitt renndi vantrúaraugum yfir kexbirgdirnar á bordinu mínu. Kannski hélt hann ad ég aetladi ad ná lestinni á mitt vald med kex ad vopni. Thad hlýtur ad vera haegt eins og hvad annad. Heima var ástandid ad komast í samt lag eftir sumarid. Heimilisfólk ad tínast heim eftir fríid. Ástandid á húsinu var eins og vid var ad búast eftir ad enginn hafdi búid thar ad rádi í tvo mánudi. Gardurinn er endanlega úr sér vaxinn og thegar ég labbadi út í hann berfaett komst ég ad thví ad vid hefdum betur uppraett brenninetlurnar ádur en vid fórum í vor. Gamall pappakassi sem rignt hafdi reglulega á í allt sumar var ordinn ad lífríki út af fyrir sig. Sturtan var hertekin endanlega af kakkalökkum sem thrátt fyrir thrjóskufullar árásir med rúmensku súpertoxi af okkar hálfu virdast lifa allt af. Maurarnir voru búnir ad byggja sandborg undir ísskápnum. Hún er nú í ryksugunni. Köngulaer eru mínir bestu vinir um thessar mundir thar ed thaer veida helv. moskítóflugurnar sem sýna mér óedlilegan áhuga sem endranaer. Köttur nágrannans er ordinn endanlegur heimangangur í Húsi hinna töfrandi lita thar ed nágrannarnir fengu sér hund, lítid lodid kvikindi sem geltir vidtholslaust allan daginn. Kettinum finnst hundurinn jafn leidinlegur og mér. Skólinn byrjadi í morgun med tíma í uppeldissálfraedi sem kenndur er af neurótískri frú sem hefur farid í fleiri en eina fegrunaradgerd. Thetta verdur spennandi. Smátt og smátt verdur dagskrá vetrarins skýrari. Thegar er ljóst ad ég mun hafa of mikid ad gera eins og venjulega. Eins gott ad venjast thví. Hér er svo skemmtileg sída fyrir okkur kaldlyndu kvendin sem hafa ekki gaman af rómantískum gamanmyndum og thvölum vidreynslum. Víóluskrímslid - flissar |
Illgirni og almenn mannvonska
miðvikudagur, september 08, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli