Instant Karma
Fjölskyldan í húsi hinna töfrandi lita sat vid eldhúsbordid í kvöld og bordadi saman samsettan kvöldverd. Samsettur kvöldverdur er fínt heiti yfir máltíd sem tínd er saman úr thví sem enn er ad finna í ísskápnum. Thad eru brádum ad koma mánadarmót.
Thar sem vid sátum og bordudum datt einhverjum thad snjallraedi í hug ad kveikja á kvöldfréttunum. Ég sat og nagadi ostaskorpu - sem bragdadist reyndar ágaetlega - thegar eftirfarandi frétt var lesin upp.
Balkenende forsaetisrádherra er nú á batavegi eftir ad hafa gengist undir adgerd vid sýkingu í faeti. Forsaetisrádherrann hefur nú legid á sjúkrabedi í nokkrar vikur eftir ad hafa veikst heiftarlega og thurft ad saeta laeknismedferd. Honum hafa borist óteljandi heillaóskakort og fyrirbaenir.
Og nú ad vedurfréttum.
"Yeah right," sagdi Lára. "Ekki aetla ég ad senda hinum heillaóskakort. Vaeri hann í mínum sporum hefdi verid hakkadur af honum fóturinn og honum svo sendur reikningurinn." Luis kyngdi fullum munni af hrísgrjónum frá thví í gaer og spurdi hvad hefdi amad ad forsaetisrádherranum. "Hann fékk sýkingu í löppina"sagdi Lára. "Svona fer thegar menn labba um berfaettir á vafasömum sundstödum...nei hann faer sko ekkert kort frá mér." Ekki mér heldur, hugsadi ég. Madurinn stendur fyrir nýju fjárlagafrumvarpi sem hefur thad m.a. á dagskrá ad minnka enn thjónustu vid sjúka og aldrada, haekka skólagjöld enn frekar, haetta studningi vid erlenda stúdenta og midar ad thví ad senda 24.000 erlenda flóttamenn úr landi naesta ár. Hann má sko eiga sig med sína sýkingu.
Thar sem ég sat og nagadi ostinn minn datt mér Davíd Oddsson í hug. Var hann ekki lagdur inn fullur af hnútum um daginn? Hann fékk líka fullt af heillaóskakortum. Ekki frá mér samt. Lá á spítala vid bestu adstaedur medan verid var ad loka deildum annars stadar í húsinu, gedsjúklingar sendir heim, konur látnar vakna upp vid keisaraskurd vid hlidina á fíklum í fráhvarfi og fólk látid liggja á göngunum vegna plássleysis og nidurskurdar? Ad nokkur skuli hafa haft samvisku í ad senda kallhelvítinu kort.
Óneitanlega urdu tharna til viss hugsanatengsl. Aetli thetta sé INSTANT KARMA? Ad stjórnmálamenn og adrir sem hafa thad fyrir sid ad vada yfir fólk á skítugum skónum thurfi ad taka thad út á eigin skinni í thessu lífi í stad thess ad bída eftir thví naesta? Hvad aetli thá eigi eftir ad koma fyrir Siv og Valgerdi? Ekki nema Kárahnjúkar núllist út fyrir ad thaer bjuggu til tímabundid atvinnutaekifaeri fyrir fjölda fátaekra verkamanna hverra maedur, daetur og systur thurfa ekki ad selja sig á medan. En svo fengu thaer ítölsku mafíuna til ad sjá um verkid fyrir sig. Thad gaeti verid viss mínuspunktur.
Ég skemmti mér heillengi vid thessar andstyggilegu hugrenningar. Fjölskyldan var löngu búin ad taka upp léttara hjal. "Kannski aettum vid ad senda kallinum kort, bara upp á grín," sagdi ég. Fjölskyldan leit á mig med vantrú í svipnum. "Vid gaetum sent honum dauda rottu í kassa" stakk Luis uppá. Hmmm. Thad er alveg hugmynd. Verst hvad thad er erfitt ad ná í rottur á Íslandi.
Víóluskrímslid - fullt Thórdargledi
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli