Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, desember 13, 2004

Danska

Danska er hvorki fallegasta né notadrjúgsta mál í heimi. Samt eru íslensk börn skyldug til ad laera hana í skólum. Ástaedur thess, adrar en draugar fortídar, eru thaer ad Íslendingum er naudsynlegt ad kunna ad minnsta kosti eitt Nordurlandamál vegna thess hve margir Íslendingar halda til náms á Nordurlöndum - og vegna allrar norraennar samvinnu.

Í raun falla thessi rök um sjálf sig thegar látid er á thau reyna. Danska er adeins notadrjúg sé madur vid nám í Danmörku. Í norraenu samstarfi gagnast hún takmarkad. Ástaedan er sú ad enginn skilur dönsku - nema Danir.

Ég hef tekid thátt í allnokkrum norraenum samstarfsverkefnum. Thar gekk ekki ad tala á hreinni dönsku. Nordmennirnir misskildu allt sem madur sagdi. Svíarnir thóttust skilja allt thví their eru svo kurteisir. Finnarnir skildu ekki neitt og svörudu á ensku. Thad var ekki fyrr en ég henti danska hreimnum og tók upp thann íslenska sem hjólin fóru ad snúast. Ekki adeins gat ég komid mínu til skila, heldur fékk ég reglulega hrós fyrir thad hversu góda norsku ég taladi..

Danska er úrkynjad mál, samansafn úr norraenu, ensku og plattthýsku. Hreimurinn er hrikalegur og nánast óframkvaemanlegt fyrir Íslendinga ad ná honum svo vel sé. Hinar Nordurlandathjódirnar skilja hana illa. Mér finnst lítid til hennar koma - en thó er ég sammála thví ad Íslendingum sé naudsynlegt ad laera eitt Nordurlandamál.

Lausnin er augljós. FINNLANDS-SAENSKA er skýr, skorinord og glaesileg med afbrigdum. Thungur, skýr hreimurinn er laus vid ónáttúruleg kok/hvísl/blísturshljód og hljódfallid hentar Íslendingum afar vel. Hún er pan-skandinavísk, skilst án vandraeda á öllum Nordurlöndunum og býr yfir gódum ordaforda. Auk thess skemmir ekki fyrir ad átrúnadargod mitt, Tove Jansson, módir múmínálfanna, skrifadi verk sín á Finnlands-saensku.

Skil ekki ad menn hafi ekki áttad sig á thessu.

Víóluskrímslid - hej hej

Engin ummæli: