Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, október 23, 2004

Andlegt hardlífi

Mikid fannst mér thessi frétt merkileg.

Ég hef aldrei verid neitt sérstaklega hrifin af Lúther. Enda fór ýmislegt á verri veg fyrir thá sök ad hann negldi bledil einn á kirkjuhurd á thví herrans ári 1517. Ekki thad ad kathólska kirkjan maetti ekki vid umbótum og breytingum enda var thar ýmislegt á seydi sem ekki tholdi dagsins ljós. Hitt var verra, Lúther gaf mönnum tylliástaedu til thess ad haetta ad vera gódir vid náungann.

Samkvaemt Lúther dugar thad skammt til sáluhjálpar ad vera almennilegur vid fólk í kringum sig. Thad er hins vegar trúraeknin sem skipti máli. Fari madur reglulega í kirkju og fyllist heilögum anda af og til tharf einskis vid frekar og hlid himnaríkis standa opin. Valdsmenn sáu sér leik a bordi. Einnig their sem sárt var um eigin aud. Fullir sjálfsánaegju og réttlaettri nísku gengu their Lúther á vald. Enda mun ódýrara ad thurfa ekki lengur ad gera gódverk til ad baeta fyrir syndir sínar.

Mestu hörmungar Íslandssögunnar hófust eftir sidbót. Aldrei var nidurlaeging landsins meiri en eftir ad konungur - í krafti Lúthers - sölsadi undir sig allt sem kirkjunnar var og gerdi Íslendinga ad leigulidum í eigin landi.

Lúther sjálfur var hrokafull fitubolla og kvenhatari. Hann útskýrdi lag kvenlíkamans svo ad konan hefdi verid sköpud med stóran rass til thess ad sitja á heima hjá sér. Mér hefur alltaf thótt thessi skýring sérstök, ekki síst fyrir thá sök ad rassinn á Lúther sjálfum var heldur í staerra lagi. Lúther var taekifaerissinni, erki kapítalisti og höfdingjasleikja. Og med krónískt hardlífi.

Kemur thad nokkrum manni á óvart ad svoleidis karakter skuli fá hugljómun á klósettinu?!

Fyrir mér má alveg brenna thennan kopp.


Víóluskrímslid - í hefndarhug

Engin ummæli: