Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, desember 15, 2003

Merry merry jul

Í gaerkveldi stód ég í eldhúsinu og súkkuladihjúpadi konfektmola handa horrenglunum í húsinu mínu. Jólaljósin ljómudu og lýstu upp myrkan svörd og englahárid sem ég hengdi upp í eldhúsgluggann í sídustu viku glitradi eins og thad aetti lífid ad leysa. Ellý og Vilhjálmur á fóninum, Vilhjálmur söng Jól á hafinu og lítid tár laeddist nidur í súkkuladid.

Ég er langt frá öllum theim sem ég ann, mig langar heim!
Thví í hjarta mínu finn ég engan frid...


Bordadi alla misheppnudu molana og skemmdi nokkra viljandi í vidbót. Gerdi daudaleit ad flórsykri í eldhússkápnum og missti fullt af hökkudum hnetum á gólfid. Ellý og Vilhjálmur skiptu yfir í Jólasnjó og í huga mínum sveif hann nidur yfir straeti og torg. Húsid svaf svefni hinna réttlátu.

Ég leit út um gluggann og sá ad thad var farid ad hellirigna. Oj bara.

Eins gott ad ég kem heim á morgun


Víóluskrímslid - fyllid á kútana!

Engin ummæli: