Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, desember 01, 2003

Í dag er mikill hátídisdagur

Fullveldisdagur Íslendinga fellur í skuggann af silfurbrúdkaupi foreldra minna.

25 ár. Sumir eru ekki einu sinni giftir í 25 daga.

Dagurinn var ekki valinn af thjódernisást heldur af praktískum ástaedum. Theim fannst líklegara ad thau myndu eftir brúdkaupsafmaeli hvers árs baeri thad upp á almennum hátídisdegi.

Thau gleymdu thví nú samt stundum...

Til hamingju, kaeru foreldrar!


Jólahjól

Jólamánudurinn hafinn og allt ad verda vitlaust. Sinterklaas theirra H-lendinga kemur á föstudagskvöld ad daela pökkum í öskrandi krakkagrislingana og thá verdur glatt á hjalla. Um allt hljóma Sinterklaasliedjes um hann Sinterklaas gamla og litlu svörtu skósveinana hans sem eru hver ödrum vitlausari og heita allir Svarti-Pétur. Litli Svarti Sambó hvad.

Um daginn var ég ad kaupa í matinn og thá heyrdi ég Sinterklaaslied vid lag sem oft er sungid vid klámvísur á thorrablótum í sveitinni minni. Thá hló marbendill.

Heima í Hesperenzijstraat eru jólin farin ad minna á sig. Naestkomandi laugardag verda jólaplötur settar á fóninn thví thá aetlum vid ad baka kökur. Eftirfarandi plötur er ad finna í húsinu:

Kósí - Kósíjól
Bing Crosby - White Christmas
Langholtskórinn - Á haestri hátíd
Hamrahlídarkórinn - Jólasöngvar og Maríukvaedi
Nat King Cole - Christmas Songs
Ella Fitzgerald - Ella's Swinging Christmas.

Nei annars, ég týndi honum. Ansans. Thad var skemmtilegur diskur. Rúdolf med rauda trýnid.

Thegar ég vann í IKEA fyrir jólin - sem er óbrigdult rád til ad losna vid jólaskap og vaentumthykju til samborgara sinna - voru spiladar jólaplötur allan daginn. Thad er ekki tilviljun ad lagid "Thú og ég og jól" med Svölu Björgvins er EKKI ad finna á plötulista Hesperenzijstraats. Thad lag auk "Ég kemst í hátídarskap thó úti séu snjór og krap" med Helgu Möller vekja hjá mér mikid mannhatur. Kristur Jesús.

Ég dementera.

Kem heim eftir tvaer vikur. Kannski er Ella's Swinging Christmas enn heima í Tunguseli. Vonum thad.

Víóluskrímslid - í hátídarskapi

Engin ummæli: