Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, desember 11, 2003

Hó hó hó

Ég og jólasveinarnir höfum aldrei átt skap saman. Samt trúdi ég stadfastlega á tilvist theirra ef út í thad er farid. Í sjö löng ár.

Fyrstu kynni mín af jólasveinunum voru á jólaböllunum í leikskólanum Stubbaseli. Mér er sagt ad ég hafi skemmt mér vel á böllunum, thar til jólasveinarnir gerdu innreid sína. Thá lét ég mig undantekningarlaust hverfa. Thegar mamma var búin ad leita frá sér allt vit fann hún mig á furdulegustu stödum. Adspurd sagdist ég hafa verid ad "hvíla mig". Mamma spurdi thá hvort ég vildi ekki koma fram til hinna krakkanna. "Nei, ég aetla bara ad vera hér" var svarid. Merkilegt hvad madur var diplómatískur krakki.

Ég veit ekki hvad thad var sem faeldi mig svona frá jólasveinunum. Kannski var thad allur hávadinn. Ég hef aldrei kunnad vid ad-thví-er-virdist-tilgangslaus laeti og ýkta kátínu. Kannski múgaesingin kringum jólatréd. Kannski var thad búningurinn eda gerviskeggid. Ég hafdi mínar grunsemdir um gaedi thess. Eitt sinn spurdi ég einn sveinanna hvort ég maetti toga í skeggid á honum. Thad sat fast. Veslings Sveinki. Ég efadist ekki lengur.

Ég beid thess ávallt med óthreyju ad fá ad setja skóinn út í glugga. Ég hafdi föndrad sérstakan skó í leikskólanum sem dreginn var fram á hverju ári og trodid upp í gluggakistu. Vid pabbi lásum saman Jólasveinavísurnar og ég laerdi thaer smám saman utanad. Á hverju kvöldi reyndi ég ad halda mér vakandi svo ég gaeti séd videigandi jólasvein. Thad tókst aldrei. Mér hefur alltaf fundist of gott ad sofa. Ég velti thví oft fyrir mér hvernig jólasveinarnir vissu hvar hvert barn svaefi. Hvernig their gaetu klifrad upp blokkina mína ad utan og hvada tól their hefdu til ad komast inn um rúduna. Hvers vegna their mismunudu börnunum. Sumir krakkar fengu tölvuleiki eda hundradkall medan vid Margrét fengum mandarínu. Ég spurdi mömmu einusinni afhverju jólasveinninn gaefi okkur ekki hundradkalla thví okkur vantadi thá meira en krakkana sem áttu hvort ed er marga fyrir. Mamma vard pínulítid sorgmaedd og ég spurdi aldrei aftur.

Í sjö löng ár trúdi ég stadfastlega á jólasveinana. Ég var sannfaerd um tilvist theirra. Ég hlustadi eftir Hurdaskelli og setti samviskusamlega kerti í skóinn handa Kertasníki. Ég vard hraedilega sár ef ég vaknadi upp vid tóman skó. Og kveid thví mest af öllu ad fá einhvern tímann kartöflu í skóinn. Jólasveinarnir voru alvaldir eins og gud á himnum. Lög eins og "Ég sá mömmu kyssa jólasvein" voru theim alls ekki sambodin. Ég hef aldrei nád ad saettast almennilega vid thetta lag. Ekki einu sinni med Ellý Vilhjálms.

Ég var ordin níu ára thegar ég gerdi mér grein fyrir blekkingunni um jólasveininn. Mig grunar ad ég hafi verid med theim sídustu í mínum bekk sem thad gerdu. Ég komst ekki ad thví sjálf, thad var litlasystir sem fletti ofan af samsaerinu. Henni fannst gaman gaman ad reyna styrk sinn á thví ad klifra í eldhússkápunum og í einni slíkri könnunarferd fann hún NAMMI. Hún hafdi aldrei fundid nammi á thessum stad ádur. Naesta dag var sama nammid í skónum okkar. Litlasystir lagdi saman tvo og tvo. Skelfingu lostin trúdi hún mér fyrir uppgötvun sinni. Ég neitadi ad trúa henni. Eftir vísindalegar tilraunir í nokkra daga sem fólust í thví ad kemba eldhússkápana og bera fundinn saman vid feng naesta dags skildi ég ad thad vard ekki aftur snúid. Jólasveinarnir voru ekki til.

Ég held ég hafi ekki verid sár. Kannski pínulítid thví thad er alltaf erfitt ad vidurkenna ad madur hafi haft rangt fyrir sér. Mamma og pabbi leystu vandann á snilldarlegan hátt. Thau héldu áfram ad gefa okkur í skóinn. Thad var viss léttir ad losna undan aegivaldi jólasveinanna. Frá theim degi vard allt svo miklu skýrara.

Víóluskrímslid - med sjö hala

Engin ummæli: