Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, desember 10, 2003

Helvítis lestirnar

Hollenska lestarkerfid er uppáhaldsdaemi mitt um illa heppnada einkavaedingu thessa dagana.

A.m.k fjórum sinnum í viku stend ég á lestarstödinni í nístingskulda og bíd eftir lest sem

1) Aldrei kemur
2) Kemur - en hálftíma of seint
3)...svo ég missi af tengingunni í ödrum bae og tharf ad bída hálftíma thar líka
4)...eftir lest sem aldrei kemur
5)...kemur - en 15 mínútum of seint
6)...svo ég er alltaf sein. Hvert sem ég fer.

Ad taka lest er ordid eins og ad fara í flug. Madur tharf alltaf ad reikna med a.m.k auka klukkutíma.

Til ad útskýra vandraedaganginn bar lestarfyrirtaekid fyrst fyrir sig "mikid lauf á teinunum". Thegar öll laufin voru fallin skiptu their yfir í "verkfraedileg vandamál". Thegar fór ad kólna gátu their kennt frostmarkinu um alltsaman. Uppsagnir á starfsfólki, faekkun lesta, skortur á vidhaldi á lestum og teinum (thrátt fyrir haekkad midaverd, NB) hafa áhrif í ödrum löndum. Ekki í Hollandi, neineinei. Thar er víst nóg ad hitastigid skrídi undir núll til thess ad öll umferd stoppi í óákvedinn tíma.

Merkilegt. Finnskar lestir virka ad mér er sagt ágaetlega í 30 stiga frosti.

Einn daginn thegar ég stód og beid eftir enn einni lestinni sem aldrei kom gaf eldri madur sig á tal vid mig. Finnst thér ekki merkilegt, sagdi hann, ad eftir ad lestirnar voru einkavaeddar falla miklu fleiri lauf á teinana en ádur? Sídan fór hann og fékk sér kaffi. Mér finnst kaffi vont.


Víóluskrímslid - kalt á tánum.

Engin ummæli: