gleðileg jól
Í Götufréttum, blaði heimilislausra í Utrecht las ég eftirfarandi jólapistil.
Hvers óskar maður heimilislausum um jól og áramót?
Snjólauss veturs og góðs tíðarfars almennt. Gott væri að fá nýja skó, helst ekki meir en tveimur númerum of stóra. Ný nærföt og kannski yfirhöfn. Allavega teppi til að sofa við ef ske kynni að gistiskýlin væru full. Fleiri gistiskýli. Margar góðar máltíðir hjá Hjálpræðishernum - án of mikils söngs. Vinalega öryggisverði sem henda mönnum ekki út úr verslanamiðstöðvum og strætóskiptistöðvum. Vegfarendur með fulla vasa af klinki. Fullar ruslafötur. Frið á jörd.
Ég óska lesendum, vinum og vandamönnum þess sama.
Friðar á jörð.
Víóluskrímslið - viðkvæmt á jólum
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli