Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, maí 29, 2003

Gústafsberg

Gódur er hann Gústafsberg
gott er hann ad brúka.
Gleypir hann í gríd og erg
geysistóra kúka.


Thetta er skemmtileg vísa.

Mér flaug hún í hug rétt ádan thegar ég sat á klósetti hússins og skiladi af mér restinni af jardarberjarúllutertunni sem ég keypti á tilbodi í fyrradag. Thad er nefnilega ekki sama klósett og klósett.

Allir sem ferdast hafa um Mid-Evrópu kannast vid furdulega gerd klósetta sem ég kýs ad kalla stallaklósett. Öfugt vid thá tegund sem algengust er heima, thar sem fagurlega sveigd klósettskál tekur vid öllu sem í hana fer eru thessi klósett búin stalli eda hillu sem er strategískt stadsett beint fyrir nedan afturenda vidkomandi klósettfara. Tjhegar sturtad er nidur theytist vatnid úr vatnskassanum og klessir afrakstur ferdarinnar vid framvegg klósettskálarinnar. Tilkomumikil sjón og minnir á Gullfoss í leysingum. Ég hef lengi velt fyrir mér tilgangi thess ad hafa klósett svona í laginu. Thar sem ég sat ádan á stallaklósetti hússins umvafin jardarberjarúllutertu-inspirasjón fór ég ad velta thessu betur fyrir mér.

Aetli stallurinn sé til thess ad taka vid dóti sem madur gaeti óvart misst í klósettid? Ég var alltaf ad missa eitthvad í klóid thegar ég var lítil. Ófáir Playmo-kallar fóru sína hinstu för gegnum pípulagnirnar í blokkinni minni. Thad hefdi án efa verid hentugt ad hafa stall svo madur thyrfti ekki ad kafa upp ad olnboga til ad bjarga dótinu sínu frá eilífri glötun. Stallurinn kemur einnig augljóslega í veg fyrir ad vatnid í klósettskálinni skvettist upp á óaedri endann á manni thegar madur skilar af sér thungaviktarvarning. Madur losnar vid ad mida og samt lendir allt á réttum stad. Snidugt. Einn kunningi minn hollenskur heldur thví fram ad stallurinn sé til thess gerdur ad madur geti skodad afraksturinn thegar upp er stadid. Án efa hafa einhverjir gaman af thví. Skemmtigildid getur thó vikid fyrir hinu praktíska thar sem ýmsar kenningar halda thví fram ad madur geti fylgst med heilsunni med thví ad framkvaema reglulega kúkskodun. Ekki vitlaust. Litlir krakkar sem eru ad vinna í yfirfaerslunni koppur-klósett eru heldur ekki raend ánaegjunni sem fylgir thví ad skoda í koppinn. Med stallinum fylgir hún manni fram til daudadags.

Stallurinn er thví til margra hluta nytsamlegur. Sumir tengja hann vid einhvers konar klósettpervertisma. Hann léttir án efa gerd mynda eins og "Junge Mädchen müssen scheissen" hverrar auglýsingamynd ég sá í pornóbúd í Helsinki. Thad tharf samt meira en stall í klósettid til ad taka thátt í svoleidis afthreyingaridnadi.

Eftir ad hafa hugsad thetta og meira til, eins og ad muna ad borda aldrei heila jardarberjarúllutertu á tveimur dögum aftur, stód ég upp og sturtadi nidur. Thetta kallar á stöku, hugsadi ég.

Gústafsberg.

gódar stundir.

Engin ummæli: