Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, maí 12, 2003

Framtídarsýnin mikla

"Ellllsku krakkar mínir. Farid nú ad skila mér thessum verkefnum." Kennslufraedigúrúinn og impróvisasjónmeistarinn Willem Kühne sest vid kennrabordid og horfir óraedu augnarádi yfir bekkinn. Glottir. Bekkurinn glottir til baka. Mánudagur og klukkan rétt ad skrída yfir hádegi. Alvarleiki og samviskusemi ekki í fyrirrúmi.

"Elllsku krakkar mínir, vitid thid hvernig thetta er," segir hr. Kühne. "Alllveg ógurlegt. Mér finnnnnst svo leidinlegt ad fara yfir svona verkefni. Thegar ég var bara píanókennari thurfti ég alllldrei ad fara yfir ritgerdir. Thad voru dýrdardagar."Hr. Kühne teygir úr gallabuxnaklaeddum spóaleggjunum undir bordinu. Merkilegt ad madurinn skuli vera farinn ad nálgast sextugt og nái enn hárinu í tagl. Röddin áttund nedar en laegstu bassar. Viskí og bjór. "Sko. Ég skal segja ykkur hvernig thetta er." Glottid staekkar.

"Sumir eru rosa gódir ad fara yfir ritgerdir. Ekki ég, ég veit ekkert hvernig ég á ad fara ad thessu. Gefa einkunnir, blablabla. Svo er thetta svo ERFITT." Píslarvaettissvipur faerist yfir ledurkennt andlit impróvisasjónmeistarans. "Ég er sko ekkert ad fara á faetur klukkan 9 á morgnana til ad fara yfir ritgerdir, nei, Jesús almáttugur. Viti ég af yfirvofandi ritgerdayfirlestri tharf ég ad sofa til amk 12. Svo fer madur haegt á faetur. Annad truflar einbeitinguna. Svo tharf madur ad fara í bad til ad skýra hugann. En thad fer audvitad eftir thví sem madur gerdi kvöldid ádur. Hehehe." Bekkurinn flissar. Hr. Kühne partídýr. "Svo getur madur audvitad ekki farid ad vinna strax eftir badid, thví thá er madur blautur og gaeti skemmt eitthvad. Thá fer madur og faer sér hádegismat. Gódan hádegismat. Svo tharf madur ad leggja sig thví thad er ekki haegt ad vinna svona pakksaddur. Alveg ómögulegt. Svo vaknar madur kannski klukkan 15 og thá tharf madur ad lesa bladid, svona fylgjast med heimsmálunum og svona. Svo tharf madur ad kaupa í matinn, elda og borda og svo er nú naudsynlegt ad slappa svolítid af og aefa sig kannski svolítid. Svo verdur ad passa ad kveikja ekki á sjáonvarpinu. Thad er haettulegt. Thá gerir madur alls ekki neitt."

Einbeiting hr. Kühne leynir sér ekki "Svo thegar klukkan er farin ad ganga 23 er haegt ad fara ad hugsa til thess ad fara yfir ritgerdahauginn. Thá faer madur sér kaffi og bjór, svo lengi sem madur á ekki á haettu ad sofna yfir bjórnum, og kannski hin og thessi ólöglegu hjálparefni (glottir). Thad sakar nú ekki ad vefja sér eina feita til ad örva innblásturinn í fyrirgjöfinni. Svo vinnur madur fram á nótt. Svona á ad fara yfir ritgerdir." Bekkurinn flissar. Hr. Kühne hlaer. "Einu sinni vann ég mikid fyrir Big-Bönd, útsetti og svona nokkud. Madur verdur nú ad passa sig á naeturvinnunni í svoleidis tilfellum, stundum gerir madur ótrúlegar vitleysur. Kannski búinn ad sitja uppi heila nótt og fatta svo ad madur transpóneradi sxaxófónana tvíund nidur í stadinn fyrir tvíund upp!" Hr. Kühne hlaer og hlaer. Lítur á klukkuna. "Aei, krakkar mínir, farid nú ad skila mér thessum verkefnum. Og drullid ykkur svo út, tíminn er búinn. Heheheheh."

Hr. Kühne er snidugur. Svona vil ég verda.

Engin ummæli: