Víóluskrímslid flytur á ný
Annan hefur ákvedid ad faera sig um set í thridja sinn í ár. Daginn ádur en haldid verdur heim til Íslands mun hún keyra búslód sína á hjólbörum thessa 800 metra sem skilja ad nýja húsid og thad gamla. Ástaedan? Ekki sambýlismenn mínir sem leigja Southpark, kaupa handa mér appelsínusafa og baka handa mér kökur thegar ég fae kvef. Ekki kettirnir sem halda hita á tánum á mér á nóttunni. Ekki hid vaegast sagt bága hreinlaetisástand í húsinu.Thad er bara afslappandi. Í stuttu máli á ad henda mér út í desember og ef ég fer ekki aetlar leigusalinn ad gera sér lítid fyrir og rukka mig um 700 evrur á dag fyrir hvern thann dag sem ég sit í húsinu. Fari hann í rassgat.
Allir hafa einhvern tímann kynnst svona mönnum. Dónalegum, ruddalegum skíthaelum. Thakid í húsinu okkar lekur eins og gatasigti thegar rignir eins mikid og hefur gert undanfarnar vikur. Gifshúdin á veggjunum er svo fúin ad hún heldur ekki skrúfum lengur. Thegar ég aetladi ad skipta um peru í ganginum um daginn stód ég allt í einu med perustaedid í hönunum. Thetta fúna hús okkar aetlar leigusalinn ad selja. Hverjum hann aetlar ad selja thad veit ég ekki. Thad kostar amk. kaupverd hússins ad gera thad ad mannabústad. Sem betur fer eru íbúar thess tiltölulega handlagnir. Thad thurfti kraftaverk til ad laga thetta perustaedi. Okkur tókst thad ekki. Í mars biladi ljósid á badinu. Vid settum upp blacklight diskóljós á klósettinu til ad audvelda allar adgerdir. Thad var var diskóstemmning á klóinu í tvo mánudi. Hafdi sína kosti og sína galla.
Ef leitad er til leigusalans og hann látinn vita ad thad sé tímaspursmál hvenaer húsid hrynur ofaná okkur bregst hann vid med öskrum og óhljódum og blánar af braedi. Thad er sko ekkert hans mál thó húsid sé nánast óhaeft til búsetu. Ef vid dirfumst ad minna á ad hann sé ad fá hátt í thúsund evrur brúttó í leigutekjur af okkur á mánudi og sé skyldur til ad nota vissa prósentu af theirri fjárhaed í endurbaetur á húsinu sleppir hann sér alveg. Sé manni annt um heyrnina og persónulega sálarheill heldur madur símtólinu amk. metra frá eyranu. Djöfull er ég ordin leid á thessum manni. Vona thad hans vegna ad vid hittumst ekki í helvíti.
Ég skrifadi ógurlega flott leigu-uppsagnar-bréf med adstod lögfraedings í Rádhúsi Tilburgar. Ef herra Öskrandi Deyr-Úr-Krans-Fyrir-Fimmtugt fer eitthvad ad aesa sig segi ég honum bara ad fara til fjandans og hóta ad senda leigueftirlitsnefndina á hann. Rifja upp taktana frá thví thegar ég var ad slást vid útlendingaeftirlitid í vetur. Og svo flyt ég. Í Casa des Colores Magicos, "Hús hinna töfrandi lita". Thad er réttnefni, eins og their munu sjá sem eiga eftir ad heimsaekja mig thangad. Klósettid er bleikt med bláum flísum. Eldhúsid er fjólublátt og sólgult. Gangurinn ljósblár og graenn. Afgangar úr BYKO hvad.
Samt á ég eftir ad sakna lélega hússins míns og íbúa thess. Ég á eftir ad sakna thess ad vakna klukkan 14 á sunnudegi og vita ad enginn er kominn á faetur. Sitja á náttfötunum med húsbraedrum mínum og horfa á barnatímann. Elta kettina úti í gardi. Leita ad skeid í óhreinu uppvaski sídustu 2 vikna. Mikid er thetta ordid hrikalegt. Manni vöknar bara um augu...):)
gódar stundir
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli