Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, maí 20, 2003

Drepsótt

Skrímsli eru
eins og krakkar
ósköp vesöl ef thau naela sér í kvef

Hver er hraeddur vid skrímsli
sem er hóstandi med stíflad nef?

(Höf. Olga Gudrún Árnadóttir)

Thad er sko enginn hraeddur vid víóluskrímslid núna. Ég er med drepsótt. Allt húsid er kvefad. Meira ad segja hin tvö skrímsli hússins eru med kvef. Skemmtanagildi thess ad heyra kött hnerra er óumdeilanlegt. Thad er alveg rottufyndid.

Thad er vaetutíd í Hollandi thessa dagana. Skiptist á med hita og köldum skúrum. Vont fyrir ónaemiskerfid. Kvefbakteríur sigla um loftin og njóta thess ad bora sér inn í saklausa námsmenn sem hafa ekki tíma til ad vera med kvef. Skólafélagar skiptast á ad snýta yfir mann hinum og thessum kvefpestum. Ofur-stál-heilsa víóluskímslisins hlaut ad gefa sig um sídir.

Thegar madur er med kvef er ekki margt sem madur getur gert sér til dundurs. Madur er threyttur og úthoradur med höfudverk og hósta, kverkaskít og kaefisvefn. Thvílíkur vidbjódur. Á thessum SARS-legu og verstu tímum fá beinverkir nýja merkingu. Ósjúkdómahraeddasta fólk fer ad rekja ferdir sínar í huganum. Reyna ad muna hvort thad nagadi neglurnar ádur eda eftir ad thad thvodi sér um hendurnar. Oftast er thó bara um ad raeda einfalt og heidarlegt kvef. Thad er samt alveg nógu slaemt.

Í leidindum mínum bjó ég til lista. Thad er alltaf gaman ad búa til lista. Miklu skemmtilegra en ad fara eftir thví sem á theim stendur.

Listi 1. Hvad er haegt ad gera til ad láta sér lída betur.

1. EKKERT. MÚHAHAHAHAHAHAHAHAAAAAAAA........

2. Fara í heitt bad. Vera lengi í badi og hlakka yfir hitareikningnum sem húseigandinn faer og thú tharft ekki ad borga.

3. Borda ógedslega mikid af hálsbrjóstsykri af ýmsum gerdum. Varast skal sykurlausa hálsbrjóstsykra. Ég las á pakkanum ad ef madur bordadi heilan pakka fengi madur nidurgang. Thad viljum vid ekki enda ekki á ástandid baetandi.

4. Drekka te í lítravís. Ekki láta kverkarnar thorna á milli. Thá finnst manni madur vera veikari en madur er. Eini gallinn er ad madur tharf alltaf ad vera ad fara á klósettid. Tóm 2 lítra kókflaska getur faekkad ferdunum nidur stigann og komid í veg fyrir svimaköst. Eina vandamálid er ad hitta almennilega.

5. Sofa. "Svefninn er besta medalid. Thad get ég sjálfur vitnad um." Hver sagdi thetta, í hvada bók og vid hvada tilefni? Svör óskast send á annahugadottir@hotmail.com. Ég er svo blönk ad thad eru engin verdlaun nema aevilöng virding mín og vinátta.

6. Sofa meira.

7. Binda viskastykki um hálsinn. Thví fastar, thví betra. Snidugt er ad hita viskastykkid í örbylgjunni en passid ad pota í thad ádur en thad fer um hálsinn á ykkur thví lýtalaekningadeildin á Borgarspítalanum er í fjársvelti.

8. Drekka OFURDRYKK PABBA. Thetta hef ég drukkid vid hálssaerindum frá thví ég var lítid barn og gefist vel. Uppskriftin er einföld. Heitt vatn, sykur, sítrónusafi og vodki eftir smekk. Ef vel tekst til getur madur búid sér til hid skemmtilegasta kojufyllerí og gleymt thví ad madur sé med kvef.

9. Verkjalyf eins og hver madur kýs.

10. Láttu bidja fyrir thér. Hvítasunnusöfnudurinn tekur vid fyrirbaenum.

Listi 2. Ad dunda sér.

1. Sé madur bundinn vid rúmid tharf ad taka tillit til thess í tómstundum tengdum kveflegu. Gód hugmynd er ad setja skúringafötu í ca. 3 metra fjarlaegd frá rúminu og reyna ad hitta ofaní hana med notudum snýtupappír. Thví meira hor, thví betri kúlur og massívari skridthungi.

2. Kveflega býdur upp á sjónvarpsgláp, lestur og tölvuleikjaspil. Veldu baekur, myndir og leiki sem thú rédst rétt svo vid um 10 ára aldur. Ástand kvefsjúklings býdur ekki upp á mikil andleg afköst. Thad ad lesa Sartre med kvef er ad bjóda upp á bronkítis og lungnabólgu.

3. Hringdu í fólk sem er líka med kvef. Thad er alltaf gott ad vita ad madur er ekki einn í heiminum. Ekki hringja í frískt fólk. Fádu thad frekar í heimsókn og snýttu thér á thad svo thú thurfir ekki ad vera einn veikur.

4. Ekki laera heima. Ekki fara í skólann. Ekki fara í vinnuna. Bannad.

5. Horfdu upp í loftid. Stundum sér madur hluti sem madur hafdi ekki búist vid ad sjá. Sé loftid á leidinni ad hrynja getur thad verid lífsnaudsynlegt.

6. Fardu aftur í bad. Helst med einhverjum ödrum.

7. Búdu til munstur úr ristada braudinu thínu.

8. Hóstadu í takt vid útvarpid.

9. Kveiktu á Gufunni. Stundum eru thaettir um gömul mordmál og sódaleg.Thú gaetir líka lent á vedurfréttunum eda AUDLINDINNI - THAETTI UM SJÁVARÚTVEG.

10. Búdu til horkúlur. Ath. adeins haegt á ödrum til thridja degi kvefs. Ef thú getur búid til kúlur ertu ad öllum líkindum á batavegi. Thad er thví mikid glediefni.


Ég er búin ad fara eftir thessum listum meira og minna í tvo daga. Í dag verd ég ad fara í skólann. Ég hata kvef.

horkvedjaEngin ummæli: