Illgirni og almenn mannvonska

sunnudagur, maí 11, 2003

Sekkjapípur

Ég er voda hrifin af mönnum í pilsum. Held thad hljóti ad tengjast fyrri lífum. Thessi pilsahrifning mín leiddi til thess ad ég rak upp stór augu thegar ég sá adalfyrirsögn forsídu baejarblads sídustu viku. SEKKJAPÍPUHÁTÍD Í TILBURG.

Vá, hugsadi ég. Fullt af mönnum í pilsum og hnésokkum ad spila á kúl hljódfaeri. Ég thangad. Jafnvel thó ég aetti ad vera ad skrifa ritgerd. Sem ég á ad skila...brádum.

Á torginu fyrir framan stórukirkjunasemégmanaldreihvadheitir söfnudust menn saman strax upp úr 13 til ad bída eftir pípuleikurunum. Their komu. Thvílík hersing og allir í pilsum. Sjá, TILBURGSKA SEKKJAPÍPUSAMBANDID var komid og nú átti ad halda upp á 50 ára júbíleum.

Í lok sídari heimsstyrjaldarinnar var Tilburg frelsud af skoskri herdeild. Thad er stytta nidri í bae med mynd af sekkjapípuleikara herdeildarinnar. Madur faer á tilfinninguna ad án hans hefdi nú lítid gerst. Hvad sem thví lídur er Tilburgska sekkjapípusambandid thad elsta sinnar tegundar á fastalandinu. Thad á sér meira ad segja skoskan formann. Sem á ad vera adalpípari einhvers hálandahöfdingja. Ég trúi thví alveg.

Formadurinn var um 2 metrar á haed og umthadbil eins breidur og hann var hár. Og í fullum skrúda. Arg, hugsadi ég thegar hann fór ad sveifla priki med kúlu á. Thetta gaeti farid illa. Thad gerdi thad thó ekki enda madurinn sérfródur í ad sveifla prikum med kúlum. Hann var mjög tilkomumikill, í framan eins og lítid svín og med uppásnúid yfirskegg. Raudhaerdur. Gífurlega skoskur. Og med thennan risarisa fjadrahatt á hausnum. Mig langar í svona hatt.

Herrsingin lagdi af stad. Thad var labbad eftir adalverslunargötunni í baenum. Saklausar ungmeyjar á leid út úr H&M litu pípurnar hryllingsaugum. Hraeddar maedur med 3 börn og hund hlupu undan blásandi skaranum. Ungir menn misstu pulsurnar sem their voru ad borda. Thetta fólk hafdi ekki lesid baejarbladid. Ekki eins og ég og allt gamla fólkid í skrúdgöngunni. Gangan endadi á torginu vid hinakirkjunasemégmanaldreihvadheitir. Thar var búid ad rýma torgid og koma upp litlum palli med sóltjaldi fyrir heidursgesti. Their príludu upp á pallinn einn og einn. Tharna voru á ferd fulltrúi Bretadrottningar sem leit út fyrir ad hafa gleymt hvernig aetti ad ganga stiga (aetli allt sé ordid lyftuvaett í Buckinghamhöll?), nokkrir eldgamlir skorpnadir Skotar í vidhafnarklaedum og svo fullt af midaldra pylsulaga Hollendingum. Thá var haegt ad byrja.

Fyrst var gedveikt stud. Pípararnir höfdu fengid lidsstyrk frá alvöru skoskri píparasveit og thrumudu úr belgjunum yfir lýdinn. Trymblarnir voru líka sérlega flottir. Adaltrymbillinn var eldeldgamall Hann var samt flottastur. Einhvern tímann aetla ég ad laera ad sveifla kjudum eins og hann. Kjudum med dúskum á. Svo voru dansarar. Mis-litlar stelpur úr Thjóddansafélagi Brabant-hérads. Álíka thokkafullar og ég og segir thad allt sem segja tharf. Thaer höfdu thad thó framyfir mig ad geta laert dansspor.

Gömlu Skotarnir á svidinu stöppudu í takt.Their voru líka farnir ad drekka bjór. Sem betur fer, thví eftir thessa annars ágaetu byrjun fór aldeilis ad síga á ógaefuhlidina. Fram komu dansarar. Og svo fleiri dansarar. Lúdrasveit Boxtel (sem hlýtur ad vera gersneydd allri tónheyrn) kom og spiladi med. Thad var hryllilega fyndid. Thau spiludu hljóma-intró. Svo komu sekkjapípurnar inn lítilli tvíund ofar. Thad var fyndid. Lúdrasveitin spiladi hollensk lög. Sem eru öll í 3/4 og í endalausum thríundum. Skotarnir fóru ad ókyrrast á svidinu. Thegar sekkjapípurnar tóku undir í hollensku lögunum flýtti einhver sér ad faera heim meiri bjór. Sem betur fer. Á eftir hradilegu lúdrasveitinni (sem fékk grídarmikid klapp fyrir framlag sitt) birtust litlar stúlkur úr Thjóddansafélaginu á torginu. Kynnirinn kynnti atridid "feet of flames" Ég var farin ad sjá fyrir mér lítil logandi börn thegar tónlistin byrjadi. Fyrst spiladi kynnirinn írskt thjódlangarokk af geisladiski. Thad var fínt enda thjódlagarokk kúl. Svo skipti hann um disk og leyfdi áheyrendum ad njóta "sérútbúinnar trip-hop útsetningar á skoskum thjódlögum" Scotland meets Tilburg clubbing! Litlu dansararnir breyttu líka um stíl. Frístaelkeppni Tónabaejar hvad. Hefdi ekki verid hissa thó thaer faeru ad svipta sig klaedum til ad sýna adskorna glimmergalla vel falda undir köflóttum pilsunum...Gömlu Skotarnir voru farnir ad ókyrrast í saetunum. Einhver faerdi theim meiri bjór. Mikid mikid klappad.

Thegar tharna var komid sögu var mig farid ad langa í ís. Ég fór og keypti mér ís. Hann datt í jördina. Ég fékk annan ís.Hann datt thegar ég var búin med helminginn og átti thad besta eftir. Thá fór ég endanlega úr studi. Sekkjapípusveitin var komin aftur á svid og spiladi "Pride of Scotland". Thad kaetti mig örlítid á medan ég syrgdi ísinn minn. Ég fór aftur í skólann. Sekkjapipurnar ómudu med mér langt á leid.

Aetli sé haegt ad leigja svona sekkjapipuleikara til ad spila í jardarförinni sinni?

gódar stundir


Engin ummæli: