Ógedslegt
Ég var ad borda. Thegar ég var búin med matinn minn leyfdi ég skrímsli hússins (ketti nr.1) ad sleikja diskinn minn. Hún er inniköttur og ekki med orma . Held ég.
Thetta finnst mér ekki ógedslegt. Mér finnst heldur ekkert ógedslegt ad borda kaefu sem hefur ekki verid í ísskáp í fjóra daga. Mér finnst ekki ógedslegt ad skeina fólki. Mér finnst ekki ógedslegt ad gera ad graftarsárum. Mér finnst ekki ógedslegt ad sleppa sturtu í tvo daga. Mér finnst ekki tiltakanlega ógedslegt thegar fólk gubbar. Svo lengi sem thad gubbar ekki á mig.
Eitt finnst mér thó ógedslegt. Mér finnst ekki gaman thegar fólk snýtir sér. Mér finnst ekki gaman thegar fólk hraekir á götuna. Ég hlýt ad hafa dáid úr berklum í fyrra lífi fyrst ég er svona lítid fyrir thessa ad thví er virdist sjálfsögdu hegdun.
Í Hollandi snýta sér allir. ALLIR. Fólk tharf ekki einu sinni ad vera med kvef. Thad snýtir sér í vasaklúta. Mjög umhverfisvaenn kostur. Enda eru vasaklútar fjölnota og mjög sjaldan thvegnir.
Menn snýta sér alls ófeimnir. Háraedasprengjandi hreppstjórasnýtur kveda ítrekad vid og sérstaklega í kveftíd. Menn snýta sér austur, vestur, nordur, sudur. Til hlidar vid mann, fyrir aftan mann, framan í mann. Svo er borad vandlega í nefid. Hér thekkist ei ad snýta sér feimnislega eda haeverskt enda alveg rétt ad stórsnýtur hafa meiri áhrif á horútblástur. Hitt er svo annad hvort menn bregda sér afsídis til slíkra adgerda.
Í Hollandi sjúga menn ekki upp í nefid. Thad er talid ógedslegt. Persónulega finnst mér hreinlegra og snyrtilegra ad öllu leyti ad borda mitt eigid kvef en ad dreifa thví umhyggjusamlega medal gesta og gangandi. Theirri skodun deila fáir med mér hér.
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli