Hid heittrúada nordur
Um daginn var ég stödd í smábaenum NORG (thetta er hollenska, ekki klingonska) ad spila á tónleikum. Tónleikarnir voru haldnir í kirkju Sidbótarsafnadarins (Hervormde Lutherse Kerk). Í stuttu máli er thessi söfnudur undir miklum kalvínskum áhrifum.
Medlimum Sidbótarsafnadarins finnst lífid vera mikill táradalur og thess vegna má aldrei gera neitt skemmtilegt. Thad má ekki einu sinni spila í lottóinu og gud hjálpi manni ef madur vinnur. Gudsthjónustur eru haldnar thrisvar á dag thar sem prestur safnadarins thrumar yfir lýdnum og hótar theim helvítispíslum gangi their ekki um svartklaeddir og snöktandi yfir thví hve lífid sé ömurlegt. Merkilegt nokk, allur baerinn maetir.
Samt er öll thessi fyrirhöfn ekki nóg til ad fá pláss í himnaríkissaelunni. Madur tharf líka ad vera útvalinn. Mikil upplyfting thad.
Thar sem ég stód á orgelloftinu og beid eftir ad stjórnandinn haetti ad drekka kaffi og skjálfa af kulda (thad er líka synd ad leyfa sér thann munad ad kynda kirkjuhelvítid yfir höfud) rak ég augun í sálmabók safnadarins. Og hóf flettingar.
Fyrsti sálmurinn sem ég rak augun í hét "Mijn God, gevapend tot de tanden." Thad útleggst svo (fyrir thá sem ei eru vel ad sér í germanskri samanburdarmálfraedi): "Gud minn, grár fyrir járnum."
Naesti sálmur hét "Wij delen verdriet en nederlag" eda :"Vid deilum ósigri og sorgum" og ekki tók betra vid á naestu sídu.
Sá sálmur hét "De dag zal komen, brandend als een oven!" semsagt : "Sá dagur kemur, sem einn ofn brennandi. Allaballa, flissadi ég. Thetta var alltsaman aldeilis upplífgandi.
Sídasti sálmurinn hét "Johannes, wat moeten wij nu doen?" : Jóhannes, hvad skal nú gjöra?" Thegar thar var komid sögu réd ég ekki lengur vid mig. Ískrandi flissid braust út í grídarlegri hláturroku sem bergmáladi um ískalda kirkjuna. Ábyggilega langt sídan slíkur hrossahlátur hefur heyrst í theirri byggingu. Ég var enn ad thurrka tárin af hvörmum mér thegar ég settist í á minn stad í hljómsveitinni med víóluna vid hönd.
Svo virti ég fyrir mér áheyrendaskarann. 200 manns med helgan svip sem hafa ábyggilega aldrei gert thad nema á fimmtudagskvöldum undir saeng med dregid fyrir gluggann og slökkt ljós. Ég fór aftur ad flissa.
Jóhannes, hvad skal gjöra?!
Víóluskrímslid - trúlaust og traustvekjandi
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli