Landvistarleyfi
Ólíkt mörgum hef ég ekkert sérstaklega gaman af thví thegar reynt er vid mig. Mér thykir ekkert varid í bjánalegar pikköpplínur, vafasamt hrós eda stimamjúka karlmenn sem opna fyrir manni hurdir óumbednir. Ég get opnad hurdir sjálf.
Verst thykir mér ad lenda í örvaentingarfullum útlendingum í leit ad ókeypis naeturgamni eda thad sem verra er - í leit ad ódýru landvistarleyfi.
Ég lenti í 1 stk. landvistarleyfisvidreynslu í gaerkvöldi. Ég hafdi nýlokid vid ad synda minn heilaga kílómetra í Sundhöll Tilburgar og eldraud í framan (thökk sé minni heilbrigdu blódrás) rölti ég yfir ad pottunum. Thar sem ég vafradi um gleraugnalaus og allslaus og reyndi ad finna út hvad vaeri vatn og hvad ekki kemur einhvur mid-austurlenskur gaur advífandi og vill endilega fá mig med sér í rennibrautina. Ég fer ekki med ókunnugum mönnum í rennibrautir. Sérstaklega ekki thegar ég sé ekki baun. Svo ég afthakkadi thetta tilbod kurteislega. En helvítid lét sér ekki segjast. Honum fannst ég svo falleg. Thabbarasona.
Ég fór yfir í pottana og hann elti. Ég flúdi í ískalda útilaugina í theirri von ad hann thyrdi ekki á eftir enda var skítkalt úti. En hann elti. Á vafasamri hollensku hrósadi hann mér fyrir einstaka fegurd (augljós lygi fyrir theim sem einhvern tímann hafa séd mig eldrauda í framan med hárid út um allt) og vildi svo fá ad vita allt um mig. Hvort ég vaeri ein ("audvitad ekki, vinkonur mínar bída eftir mér") hvadan ég vaeri ("frá Svalbarda") hvad ég vari ad gera í Hollandi ("stúdera jardfraedi thví hér er mikid af áhugaverdum steintegundum") hvad ég vaeri gömul ("32 ára") og hvort ég aetti kaerasta. Ég hélt nú thad. Ég vaeri sko HARDGIFT.
Thad komu vöflur á manngreyid. Gift?! Thá átti hann ekki mikinn séns í mig. En svo rann upp fyrir honum múslimskt ljós. GIFTAR KONUR FARA EKKI EINAR Í SUND. Svo ég hlyti ad vera ad ljúga. Ég stardi á manninn eins og naut á nývirki. Hvada djöfulsins fíbl var thetta eiginlega. Svo spurdi hann hvar ég feldi giftingarhringinn. Ég sagdi heimilishundinn hafa étid hann. Hljóp svo í burtu og faldi mig.
Mér finnst ekki gaman thegar reynt er vid mig. Mér finnst thad ekkert auka vid kvenleika minn thegar menn fara um mig fögrum ordum eda klípa í rassinn á mér á götu. Og ég sel ekki landvistarleyfi.
Útlensku "sjarmörar", farid til fjandans. Íslenskt já takk.
Víóluskrímslid - fremst medal jafningja
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli