Go west, life is peaceful there
Ég kom vestur á Patreksfjörð í gær. Á vélinni var klukkutíma seinkun vegna tafa í Vestmannaeyjum. Liðið sem valt út út vélunum þaðan var í misjöfnu ástandi svo ekki sé meira sagt. Mikla kátínu vakti ungur maður í SÁÁ peysu sem á stóð LÍF ÁN ÁFENGIS. Hann var svo drukkinn að hann stóð ekki á löppunum.
Á leiðinni var talsverð ókyrrð eftir að komið var yfir Breiðafjörðinn. Vænn sóðaborgari á veitingastaðnum Þorpinu kom meltingarfærunum í lag eftir hossið i rellunni. Viðbrennd djúpsteikingarfita á sér engan líka í slíkum tilgangi. Ekki nema þá helst finnskt rúgbrauð með mikilli kæfu.
Undanfarnir dagar og vikur hafa verið annasamir og fréttnæmir með afbrigðum. Ég hef hins vegar ekki í mér eirð til þess að gera því öllu saman skil skrilega. Fólk verður bara að hringja í mig finnist því það svikið.
Ég er farin að læra heima.
Víóluskrímslið - tónflytur af kappi
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli