Lifandi kristindómur og almenningssamgöngur Reykjavíkurborgar
Í dag sá ég ungan amrískan mormónadreng með nafnspjald í barminum áreita eldri konur með biblíutilvitnunum í strætó.
Örstuttu síðar keyrði strætó framhjá Helga Hós. þar sem hann stóð vaktina hnarreistur að vanda - en á skilti dagsins stóð "BRENNIÐ ÞIÐ KYRKUR KROSSLAFS DRAUGS".
Einu sinni stóð ég með ömmu í strætóskýli við Þjóðminjasafnið þegar meðlimur úr sléttgreidda trúboðahernum reyndi að gefa ömmu bækling um biblíulestur. Amma bað hann blessaðan að gefa hann frekar einhverjum sem hefði áhuga á að lesa slíkt því ekki nennti hún því.
Ekki ég heldur. Þá smíða ég mér frekar skilti.
Víóluskrímslið - leið 14
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
í STRÆTÓ??? Þar sem er engin undankomuleið? Þeir færa sig upp á skaptið...
Skrifa ummæli