Illgirni og almenn mannvonska

sunnudagur, mars 30, 2003

Tungumálaördugleikar

Í fyrradag horfdi ég á sjónvarpid. Euro News, nánar tiltekid. Thar var sýnd innrás bresks herfylkis inn í íraskan bae. Verkefni herfylkisins virtist einna helst vera ad sparka upp hurdum, draga menn íklaedda hlýrabolum út um dyr og graeta kvenfólk. Stórskemmtilegt sjónvarpsefni. Skemmtilegast var án efa thegar their ýttu hlýrabolamönnunum nidur á hnén og midudu byssum á hnakkann á theim.

Á medan öllu thessu stód öskrudu hermennirnir alveg ógurlega mikid. Óttalega var thad eitthvad klént. Their skipudu hlýrabolamönnunum ítrekad ad "face the fucking wall" og áréttudu skipunina í hvert skipti med thví ad pota rifflunum örlítid milli rifjanna á theim. Svipurinn á hlýrabolamönnunum benti ekki til neins annars en their hefdu thad sama í huga. Samt héldu hermennirnir áfram ad góla. Og ordbragdid, almáttugur.

IF THEY DON'T UNDERSTAND ENGLISH, JUST SHOUT AT THEM A BIT LOUDER


kannski héldu hermennirnir ad hlýrabolamennirnir skildu ekki ensku. Ég lái theim thad ekki, ég var í mestu erfidleikum med ad skilja thennan Lundúnaaettada undirheimavadal sem út úr theim vall. Tungumál byssunnar er samt úniversalt. Sértu med byssu vid hnakkann á thér, ekki ad tala um mann fyrir aftan byssuna sem er greinilega eitthvad stressadur og aepir töluvert, thá ertu ekkert ad aesa thig. Og thó, kannski voru their bara ad góla upp á sportid. Thad eykur áhrifin töluvert.

Thetta voru greinilega ekki Ameríkanar. Ameríkanar myndu aldrei gera sig uppvísa ad thvílíkum munnsöfnudi. Var thad kannski ekki í Ameríku thar sem kvikmyndaeftirlitid bannadi vissa Indiana Jones mynd vegna thess ad Indy sagdi f-ordid?! Ádur hafdi honum tekist ad salla nidur heljarinnar mannsöfnud med vélbyssu ad vopni. Áhorfendur höfdu thar ad leidandi fengid ágaetis innsýn í anatómíu mannslíkamans thar sem vid blöstu mis-taettir mannslíkamar hvert sem litid var. Skemmtilegt, svona fraedsluefni. Ameríkanarnir thurfa ad stroka ansi margt út af hljódrásinni í thessari frétt ef hún á ad fást leyfd til sýninga í henni Ameríku.

Ef their sýna thá einhverntíma thad sem rétt er.

gódar stundir.

Engin ummæli: