Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, mars 28, 2003

Ég er hátekjumanneskja

Alveg satt. Ég er hátekjumanneskja. Ríkidaemi mitt ofbaud svo reglugerd Lánasjóds Íslenskra Námsmanna ad their sáu sig naudbeygda til ad létta af mér ábyrgdinni af 40% af námsláni thessa árs. Ástaedan? Jú, ég asnadist til ad vinna mér inn mánadarlaun sem nádu rétt yfir fátaekramörk allan sídasta vetur.

Sídustu 2 árin ádur en ég lagdi af stad út í hinn stóra heim vann ég ad medaltali 12 stunda vinnudag. Ad jafnadi fóru 5 klukkustundir í kennslu. Adrar 5 í aefingar, mínar eigin sem og med ödrum. 2 í straetóferdir thar sem ég leysti heimsmálin í huganum og adra heimavinnu (sem ég trassadi eins og mér var framast unnt). Sumarvinna og helgarvinna í thjónustu vid fatlada. Spilad vid giftingar á sumrin. Jardarfarir á veturna.

Sem leidbeinandi í fidluleik (í 60% stödu samanlagt í 2 skólum), almennur svartamarkadsspilari, studningsfulltrúi á sambýli og nemandi var ég ad vinna mér inn taepar 70.000 krónur í nettótekjur á mánudi. Af thessu borgadi ég leigu, allt mitt uppihald, innbú, stórglaesilegan fidluboga auk thess sem ég hélt uppi 4 páfagaukum í eldhúsinu. Ég vard snillingur í ad telja krónur og aura. Ég get haldid 3 rétta matarbod fyrir 12 manns fyrir 5000 krónur. Ef gestirnir koma med vínid....

Á skattframtalinu mínu segir ad ég hafi farid yfir 800.000 krónur í árstekjur árid 2002. Thad er í sjálfu sér grídarleg fjárhaed. Hún minnkar kannski adeins ef henni er deilt í 12. En samt grídarleg fjárhaed og sjálfsagt ad leggja til hlidar svona eins og helminginn af henni til thess ad geta sídar farid til útlanda í nám á fullu námsláni á alveg ad vera haegt. Ekki satt?!

Á umsókn minni til LÍN stód ad ég hefdi haft 700.000 krónur í tekjur á sídasta ári. Skattframtalid mitt jók 100.000 krónum vid thá upphaed. Fyrir thá sök missi ég 250.000 krónur úr höndunum. Ég var ad vísu á máladeild en er thetta ekki svolítid skakkt reiknad?

Ég er alveg sjódandi vond.



Their sem samid hafa reglugerd LÍN hafa ábyggilega aldrei thurft ad hafa áhyggjur af nokkrum sköpudum hlut. Börnin theirra fara ekki á námslán. Thau fá kreditkortakálf frá mömmu og pabba. Gott hjá theim. Thau mega thad alveg fyrir mér. En ég vil líka hafa efni á thví ad hafa thak yfir höfudid og borda stöku sinnum.

Á einhver uppskriftina ad Molotovkokkteil?!

gódar stundir

Engin ummæli: