Ádan
... sat ég uppi í skóla og var ad thykjast aefa mig. Í herberginu vid hlidina á mér var stúlka úr söngleikjadeildinni ad misthyrma í sér raddböndunum. Hreinn vidbjódur. Raddbeitingin hjá thessu lidi kallar fram hljód eins og verid sé ad drepa gaes med ómannúdlegum adferdum. Thad er varla haegt ad einbeita sér vid slíkar adstaedur.
Ég er reyndar farin ad venjast óhljódunum í krökkunum í söngleikjadeildinni, jafnvel thegar thau syngja í röddum á göngunum, gledja mann med úrvali úr Pocahontas á klósettinu eda halda ad mann langi ofbodslega ad kynnast nýjustu kindavíbratóaefingunum.
Thad er samt eitt sem fer alveg med mig.
TEXTARNIR vid lögin sem thau "syngja".
Annar hver texti sem saminn er fyrir ungar kvenkynssöngleikjastjörnur er yfirleitt eitthvad á thessa leid :
Ó ég á svo bágt
líf mitt er thyrnum strád
og madurinn sem ég elska ber mig eins og hardfisk
en ég elska hann samt
ég veit ad hann breytist aldrei
en ég verd bara ad saetta mig vid thad
hann kemur seint heim á kvöldin
med adrar konur
og stundar hávaert kynlíf á stofusófanum okkar
medan ég vaska upp
og thvae naerbuxurnar sem hann dreifir út um allt hús
en mér er alveg sama
thví ég elska hann samt
og mun aldrei yfirgefa hann thví ég elska hann óje.
Hvílík dómadagsthvaela. Thad thyrfti ad kynna thessa textahöfunda fyrir hugsunarhaetti víóluskrímslisins.
Iss piss
hlutirnir ganga svona skítsaemilega
og ef einhver dirfist ad berja mig
bít ég af honum hausinn
og ef sá sem mér thóknast ad búa med í thad skiptid
kemur heim med adrar konur
hleypi ég theim inn en loka á trýnid á honum
svo hann frýs í hel med adra höndina í bréfalúgunni
og hina á bílskúrshurdarfjarstýringunni
á medan ég skemmti mér vid óprenthaefa hluti.
óje.
Thá er Frans Bauer (hinn hollenski Geirmundur) skárri. Textarnir hans eru alltaf um fagrar stúlkur og marsipankökur. Og Mónu Lísu.
Víóluskrímslid - marsipan
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli