Illgirni og almenn mannvonska

sunnudagur, október 23, 2005


Ó þú H-lenska náttúra

Hér í H-landi gefst ekki oft tækifæri til þess að sjá yfir víðan völl. Til þess þarf að fara upp í háan turn, hættulegt tívolítryllitæki eða skýjakljúf. Um daginn fékk ég tækifæri til þess að virða fyrir mér H-lenskt útsýni og lét það að sjálfsögðu ekki framhjá mér fara. Þetta var það sem ég sá.

Tignarlegur versksmiðjuúrgangurinn sveif yfir flatlendið á leið upp í skýin og vakti með mér göfugar hugsanir og vangaveltur.

Langar Íslendinga virkilega til þess að hafa svonalagað fyrir augunum á hverju byggðu bóli? Ef taka á mark á óráðshjali æðstu ráðamanna þjóðarinnar virðist hvern einasta Íslending dreyma blauta drauma um stóriðju í bakgarðinum hjá sér. Ekki mig.

Mig langaði að minnsta kosti ekki lengur að draga andann djúpt þegar ég hafði virt fyrir mér þetta magnaða útsýni.


Víóluskrímslið - spyr sá sem ekki veit

Engin ummæli: