Haustfrí
Hinir fríaóðu H-lendingar hafa blásið í lúðra enn og aftur. Í þessari viku ræður haustfrí ríkjum í suður H-landi. Flestir þeir sem eiga í alvöru frí drífa sig úr landi og reyna að troða eins mikilli skemmtun og mögulegt er inn í þessa fríaómynd. Þeir sem verða að vinna sitja heima, horfa á sjónvarpið á kvöldin og reyna í gríðarlegri örvæntingu að koma krökkunum í pössun einhvers staðar á daginn svo þeir þurfi ekki að vera einir.
Ég aftur á móti ætla að vera sniðug og æfa mig. Haustfrí, afturendinn á mér.
Þeir sem reynt hafa að senda mér póst á mitt gagnslausa hotmail geta glaðst yfir því að ég hef nú stofnað gmail pósthólf þar sem addressan er svomikiðsem
annahugadottir@gmail.com.
Þangað er hægt að senda allt, hversu stórt og mikið sem það kann að vera.
Lifið heil!
Víóluskrímslið - bíður eftir þvottavélinni
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli