Kansellístíll
Í gaermorgun fékk ég bréf frá útlendingaeftirlitinu. Thad var á hollensku eins og öll plögg sem thadan koma. Ég tala hollensku. Ég skrifa hollensku. Ég les hollensku. Samt skildi ég ekki baun í thví sem stód í bréfinu. Thad var skrifad í rosalegasta kansellístíl sem ég hef nokkru sinni séd.
Eftir ad hafa setid og starad á helv. bréfid í nokkrar mínútur fór smám saman ad renna upp fyrir mér ljós. Fyrir mörgum mánudum sendi ég útlendingaeftirlitinu nefnilega umsókn um framlengingu dvalarleyfis míns í H-landi. Med theirri umsókn sendi ég stóran bunka af skjölum sem sönnudu tilvist mína, fjárhagslega stödu, skólavist, aett og uppruna.
Nú sat ég med bréf í höndunum sem tilkynnti mér thad ad í bunkann hefdu vantad nokkur skjöl. Bréfritari klykkti út med thví ad segja ad sendi ég thessi leyndardómsfullu skjöl ekki innan tveggja vikna myndi thad hafa alvarleg áhrif á stödu mína sem erlendur námsmadur í H-landi.
Hins vegar var erfitt ad sjá á bréfinu hvada skjöl thetta voru. Eftir mikid thóf datt mér í hug ad kopie van een grensoverschrijdend document (afrit af skjali sem veitir heimild til thess ad fara yfir landamaeri) myndi líklegast thýda afrit af vegabréfi. Eftir ad hafa rádfaert mig vid innfaedda vard nidurstadan sú ad ég thyrfti ad senda útlendingaeftirlitinu afrit af vegabréfinu mínu.
Hvad faer fólk til thess ad skrifa heilt A4 blad af texta í tyrfnum kansellístíl og enda á vandlega dulbúnum hótunum á la Davíd Oddsson til thess ad bidja um svo augljósan hlut? Hvers vegna skrifadi vidkomandi embaettismadur ekki bréf sem hljódadi svo
Gódan dag
Okkur vantar afrit af vegabréfinu thínu
Annars sendum vid thig úr landi
Bless
Rosalega hlýtur thessu fólki ad leidast í vinnunni.
Víóluskrímslid - á leid á aefingu
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli