Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Magnað

Á stærstu verslunargötu Tilburgar miðri liggur stærðarinnar hundaskítur.

Það þýðir, að þar hefur hundur gert þarfir sínar - og það ekkert smá. Það þýðir hins vegar líka, að eigandi hundsins hefur stoppað með hann á einhverri fjölförnustu götu borgarinnar á háannatíma, beðið rólegur á meðan hundurinn skeit og labbað í burtu án þess að skipta sér frekar af árangrinum.

Svo eðlilegt þykir þetta athæfi hér í H-landi að enginn tók eftir helv... hundaskítnum nema ég.

Þegar ég steig í hann.


Víóluskrímslið - djöfulsins sóðaskapur

Engin ummæli: