Skítadjöfulshelvítiskuldi
H-land storkar náttúruöflunum þessa dagana. Ég er viss um að það sé eina landið í heiminum þar sem rignir þó hitastigið sé fyrir neðan frostmark.
Mér líður stundum eins og ég búi í torfbæ.
Megas
Ég var að hlusta á júbileumsafndisk með lögum eftir Megas í gærkvöldi. Meðfylgjandi var aukadiskur með áður óútgefnum lögum þar sem meistari Megas þenur röddina og rammfalskan gítarinn í vægast sagt misjöfnu ástandi.
Þegar ég var búin að hlusta á þetta í nokkra stund mér til óblandinnar ánægju var bankað varlega á herbergishurðina. Inn gægðist stelpan á neðri hæðinni með óttablandinn svip á andlitinu og spurði varfærnislega á hvað í ósköpunum ég væri að hlusta. Ég útskýrði það og sagði henni um leið að Megas þessi nyti ómældrar virðingar í heimalandi mínu.
Hún hristi hausinn þegar hún fór aftur niður.
Víóluskrímslið - vertu mér samferða inn í blómalandið, amma
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli