It's raining beer
Í tilefni 25 ára afmaelis míns var haldid á pönktónleika í gaerkveldi. Pönkrokkbandid Heidarósirnar (Heideroosjes) stód fyrir 15 ára afmaelistónleikum í adalrokksal Tilburgar, 013. Thar ed Gerben litli bródir býr yfir einstökum haefileikum til thess ad troda sér inn á gestalista hvar sem er thurftum vid ekki ad bída í röd eins og pöpullinn heldur fengum vid fínt kúkabrúnt armband um úlnlidinn og löbbudum beint inn eins og fínt fólk.
Áheyrendur voru á ýmsum aldri og úr flestum stéttum. Heidarósirnar höfda greinilega til breids áheyrendahóps. Vid fína fólkid brutum thó odd af oflaeti okkar og í stad thess ad fara upp í stúku eins og kúkabrúna armbandid gaf okkur faeri á ad gera skelltum vid okkur í pyttinn fyrir framan svidid. Thar sveif hassmökkurinn yfir vötnum og menn voru farnir ad gíra sig fyrir vaentanleg slagsmál. Fyrsta bandid, The Do-nots tryllti lýdinn og ekki gáfu The Apers, band nr. tvö theim mikid eftir. Baendur flugust á í pyttinum og madur hafdi ekki undan ad hrinda af sér misillalyktandi pönkdrengjum sem voru uppteknari af thví ad fleygja sér á thvöguna en ad hlusta á tónlistina. Annar er sá sidur hollenskur ad fleygja hálffullum bjórglösum yfir manngrúann til ad baeta á stemmninguna. Eftir hálftíma var madur ordinn blautur, marinn, sveittur og jafn illalyktandi og allir hinir og thá fannst manni komid gott.
Úr pyttinum fórum vid upp á fyrstu svalir og hlýddum thar á undurfagran söng Heidarósanna. Thar var minna um bjórskúrir og menn ekki eins uppteknir af thví ad berja náungann.
Tónleikarnir voru gódir og ad sjálfsögdu tóku Heidarósirnar uppáhaldslagid mitt med theim sem aukalag, Iedereen is gek, behalve jij (allir eru klikk nema thú) sem er um kúgadar húsmaedur sem finna lífsfyllingu í spjalli yfir kaffibolla frá 13-14 hvern dag og sápuóperuglápi.
Sídan var haldid heim. Ég stódst freistinguna um ad kaupa Heidarósabol handa Anitu Dögg sem á stód "I'm not deaf, I'm just ignoring you". Enda var röd.
Víóluskrímslid - bjór er gódur fyrir hárid
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli