Illgirni og almenn mannvonska

sunnudagur, apríl 10, 2005

Gröningen

Ef Amsterdam er Reykjavík er Groningen Akureyri. Tilburg er Selfoss. Thar sprengir gelnotkunin, bekkjabrúnkan og sportbílaeignin líka alla skala.

Ég er stödd í Groningen thessa vikuna til thess ad vinna mér inn fyrir fartölvunni sem ég keypti mér um daginn í einu best ígrundada kaupaedi sem ég hef stefnt sjálfri mér í. Nú get ég skrifad ritgerdir á sunnudögum í stad thess ad thvaelast um húsid eins og taugaveikladur hamstur og baka kökur.

Groningen er skemmtileg og lífleg borg. Nordur H-lendingar eru rólegir í tídinni og hér snýr enginn sér vid gangi madur í Álafossúlpu um göturnar. Á götunum er margt ad sjá og margt gledur augad. Eins og gamla konan sem ég sá á verslunargötunni í gaer.

Ég var ad leita mér ad falafelbúllu thegar ég rak augun í eldri konu sem lá í götunni. Almáttugur, hugsadi ég og aetladi ad stökkva til bjargar - en snarstansadi thegar ég sá ad hún var ekki ein. Undir henni lá smákrimmi, umthadbil 10 ára gamall, og hélt í töskuna hennar med bádum höndum. Gamla konan nefndi piltinn öllum illum nöfnum og fór svo ad lemja hann med regnhlífinni sinni. Strákurinn var thó ekki á thví ad gefast upp og hélt sem fastast í töskuna. Sú gamla reiddi honum thá ROKNAHÖGG í hausinn svo hann lét undan. Hún stód upp, reif til sín töskuna og hellti nýjum skammti af fúkyrdum yfir minigangsterinn. Sá var fljótur á faetur. Honum virtist ekki hafa ordid meint af barsmídunum thví hann svaradi frúnni fullum hálsi og gaf henni dónalegt merki med midfingrinum. Örlög hans voru innsiglud.

Thad sídasta sem ég sá til thessa thokkapars var ad strákurinn hljóp skelfingu lostinn og á hardaspretti undan gömlu konunni sem elti hann med hávaerum öskrum og sveifladi regnhlífinni af miklum mód. Sá reynir ábyggilega aldrei framar ad stela töskum af gömlum konum. Ofuramman er maett til leiks á ný. (Nudge nudge...)


Víóluskrímslid - sjálfsvörn í verki

Engin ummæli: