1. apríl
Thad er komid vor í H-landi. Magnólíutré og krókusar ilma í kapp vid sólabakadan hundaskít, fuglarnir maka sig af kappi í vel snyrtum runnum, verandir kaffihúsanna fyllast af léttklaeddum bjórthyrstum H-lendingum og próftaflan er komin í hús.
Á midvikudag maetti ég í sídasta sinn til vinnu í Tónskólanum í Eindhoven. Leidbeinandinn minn er kominn aftur úr faedingarorlofi. Hún heitir Agnes og kemur frá Ungverjalandi. Agnesi var vel fagnad af kollegunum sem kysstu hana í bak og fyrir og óskudu til hamingju med krógann. Karlmönnunum vöknadi um augu thegar their minntust faedinga sinna eigin barna. Kvenfólkid klappadi henni á bakid eins og reyndum vörubílsstjóra sem komist hefur leidina frá ísafirdi til Reykjavíkur í blindbyl og tólf vindstigum án thess ad drepa sig eda skemma farminn. Spurdu svo óthaegilega nákvaemra spurninga líffaerafraedilegs edlis.
Börnin í Eindhoven báru mér vel söguna thó ekki hafi ég gert theim lífid neitt audveldara sídastlidna fjóra mánudi. Ég lít thví svo á ad ég hafi lokid verknáminu med stael.
Nú taka vid ritgerdir á ritgerdir ofan, sálfraediverkefni thar sem ég tharf ad skrifa tvaer bladsídur um efni sem afgreida maetti í tveimur málsgreinum, aefingar, fyrirlestrar og próf. Sídasta prófid er 31.maí. Ég kem heim daginn eftir. Vei theim sem leggur í ad saekja mig.
Víóluskrímslid - í gódum fíling
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli