Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, mars 30, 2005

Málshaettir

Mér thykja málshaettir skemmtilegir. Sérstaklega thegar their hitta í mark. Thess vegna fagna ég thví ávallt ad fá súkkuladiegg á páskum. Súkkuladid sjálft er aukaatridi. Adalatridid er málshátturinn.

Í ár fékk ég tvo góda. Bádir áttu vel vid mig og mína persónu en jödrudu thó vid ad vera kvikindislegir. Eggid sem ég opnadi med Anitu Dögg innihélt "Betri er beiskur sannleikur en blídmál lygi." Thad fannst mér mjög videigandi af ýmsum ástaedum. Eggid sem ég sló opid í herberginu mínu í Húsi hinna töfrandi lita í gaerkveldi bjó yfir hinum sívinsaela "Enginn tyggur tannlaus." Ég fékk samstundis samviskubit yfir thví ad hafa ekki nennt ad aefa mig í páskafríinu.

Thetta var samt skárra en árid sem ég fékk "Enginn verdur óbarinn biskup" og Bödvar Pétur fraendi minn fékk "Margt er líkt med skyldum"og daemdist thar med til aevarandi nördaskapar.

Sídustu daga hef ég dreift smáeggjum um medal vina og kunningja og hlegid mig máttlausa ad kvikindisskapnum sem thau toga út úr eggjunum á medan thau horfa á mig í forundran. Luis fékk "Mikid bál slokknar skjótt ef ad vidinn vantar." Ég vona ad kaerastan thín sé dugleg ad baeta á eldinn, sagdi ég og flúdi samstundis upp stigann enda flaug skór á eftir mér. Málshaettir baeta fjölskyldu og vinabönd. Thad er alveg ljóst.


Víóluskrímslid - oft er flagd undir fögru skinni

Engin ummæli: