Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, mars 08, 2005

Mórall

Thad er algengur misskilningur og mýta ad tónlistarmenn séu allir fridsamt og kurteist fólk med góda tilfinningu fyrir mannlegum samskiptum. Medal theirra, eins og í ödrum stéttum leynast nefnilega karakterar inn á milli sem virdast hafa meiri áhuga á thví ad keppa vid og spilla fyrir náunganum en ad spila góda tónlist sér og ödrum til yndisauka.

Keppnisandinn er sterkur í tónlistarháskólunum thar sem menn er raegdir miskunnarlaust fari their út af sporinu. Menn eru daemdir eftir thví hvernig their spila. Eda öllu heldur, hvernig hinni svokölludu elítu finnst their spila.

Nú er thad svo ad their bestu raegja sjaldnast nokkurn mann enda tilgangslaust ad eyda orku í tud á svo lágu plani thegar menn eru hvort ed er á toppnum. Thó ég tilheyri ekki theim hópi hef ég thad fyrir reglu ad koma fram vid kollega mína af kurteisi og virdingu. En thad getur reynst haettulegt. Sumum finnst almenn kurteisi og sveigjanleiki nefnilega veikleikamerki.

Sídan í gaer hef ég thurft ad leida hjá mér bréfasendingar, addróttanir, hvísl, pískur og illa dulbúnar adfinnslur ákvedinnar manneskju í víóluhópnum sem ég leidi í hljómsveitarverkefni vikunnar. Henni finnst ég ekki eiga skilid ad sitja thar sem ég sit og notar hvert taekifaeri til ad lýsa vanthóknun sinni á frammistödu minni. Auk thess tekur hún sér thad bessaleyfi ad breyta strokum og ödru slíku hjá hópnum án thess ad yrda á mig. Thad gefur auga leid ad erfitt er ad gera sitt besta vid thessar adstaedur. Thegar ég ákvad ad taka á málinu af throska og festu og spjalla vid hana í hléinu rauk hún burt í reidikasti og sakadi mig um ad vera ad fara med allt til andskotans thví ég taeki ekki mark á henni. Thad var thá.

Restin af grúppunni ( sem fannst ég standa mig ágaetlega) kom fyrir hana vitinu ad einhverju marki í hléinu. Er vid byrjudum seinni aefinguna stökk hún út í sal rétt fyrir erfidasta hlutann í verkinu til thess ad "athuga hljóminn." Ad menn skuli nenna ad standa í thessu.

Ég er fridelskandi manneskja. Afhverju geta menn ekki bara verid almennilegir hver vid annan og unnid saman án thess ad haga sér eins og vitleysingar. Vid erum hér til thess ad laera um tónlist og spila tónlist en ekki til thess ad leika okkur í sandkassaleik. Verdi ástandid eins á morgun er thó audvelt ad ákveda naesta skref sama hvad öllum prinsippum lídur.

Ég drep hana bara.


Víóluskrímslid - med vindinn í fangid

Engin ummæli: