Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, mars 12, 2005

Braud og leikar

Mánudagur, thridjudagur midvikudagur, fimmtudagur, föstudagur, laugardagur, sunnudagur...

...og thá er vikan búin.

Á mánudegi leid mér eins og verid vaeri ad kasta mér fyrir ljónin. Á thridjudegi fór allt í vesen, rifrildi og vitleysu. Á midvikudegi kom kennarinn minn í "óvaenta heimsókn" og skakkadi leikinn. Á fimmtudegi voru fyrstu tónleikarnir. Ég gaf tvisvar vitlaust inn og ónefnd stúlka rauk út af svidinu í fússi thegar vid fengum samt standandi klapp.

Á föstudag voru tónleikar númer tvö. Thegar vid komum í tónleikasalinn var búid ad setja upp thrjár sjónvarpsmyndavélar á svidinu og risastóran skjá á la Britney Spears yfir svidid svo allir gaetu nú séd tónlistarmennina. Ég vard skelkud og hugsadi med sjálfri mér ad nú thyrfti ég ad passa mig ad gretta mig ekki. Thad var ekki á ástandid baetandi.

Tónleikarnir gengu vel, sem betur fer. Thó leid mér eins og ég hefdi ordid fyrir straetó ad theim loknum. Í stad thess ad fara í baeinn og hrynja í thad eins og ég hafdi séd í hillingum alla vikuna fór ég heim, lagadi mér te og hringdi í pabba til ad óska honum til hamingju med 64 ára afmaelid. Luis húsbródur mínum og fósturfödur vard mjög létt thegar hann var búinn ad reikna út ad fyrst pabbi vaeri 64 hefdi hann verid kominn vel á fertugsaldur thegar hann eignadist mig. Luis er sjálfur rétt rúmlega thrítugur og thótti gott ad vita ad enn vaeri von í thessum heimi.

Í dag er laugardagur. Enginn nennti ad leika vid mig svo ég fór í skólann ad vinna pappírsvinnu og aefa mig svolítid. Á morgun er sunnudagur. Thá aetla ég ekki ad gera neitt.

Og thá er vikan búin. Loksins. Og ég thurfti ekki ad drepa neinn.


Víóluskrímslid - létt

Engin ummæli: