Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, mars 05, 2005

Sitt lítid af hverju

Thad snjóar án afláts í H-landi thessa dagana. Krakkarnir eru kátir thví nú geta their hent snjóboltum í gamlar konur. Hundaeigendur eru kátir thví nú sést ekki hvad their eru latir vid ad thrífa upp skítinn eftir heimilisdýrin. Yfirmenn H-lenska lestarkerfisins eru kátir thví nú hafa their afsakanir á reidum höndum fyrir allar thaer lestir sem koma of seint, ganga ekki eda stoppa milli stödva úti í sveit fullar af fólki og fara ekki lengra. Ég er kát thví nú eru göturnar hvítar en ekki gráar og mér er hlýtt í Sambandsfeldinum góda.

Bílaeigendur eru ekki kátir thví their kunna ekki ad keyra í hálku. Hjólreidamenn eru ekki kátir thví their detta unnvörpum á rassinn í slaemri faerdinni. Their sem thurfa ad ferdast med lestum eru enn minna kátir (sjá útskýringu ad ofan). Köttur nágrannans, Bezoek, er ekki kát thví nú er henni kalt á loppunum. Í gaerkvöldi tók thad mig hálftíma ad koma henni út ádur en ég fór ad sofa.

Idjótid á loftinu fór fram úr mínum björtustu vonum thegar hann threif klósettid óumbedinn um daginn. Einnig kom hann faerandi hendi med nýja klósettsetu sem er úr ljósbláu gegnsaeju plasti med ísteyptum höfrungum og skeljaskrauti. Ég tók myndir af klósettinu til sönnunar á thessu afreki. Ég er spennt ad vita hvad hann gerir naest.

Eftir helgi á ég ad leida víólurnar í Serenödu op.11 í A dúr fyrir blásara og laegri strengi eftir Brahms. Engar fidlur á stadnum. Thad eitt og sér er nóg til thess ad hvetje menn til ad koma og hlusta...

Ég skrapp í leikhúsid í gaer thar ed enginn vildi leika vid mig. Thar lék The Reduced Shakespeare Company Sjeikspír eins og hann leggur sig upp á ensku. Ég sá thetta sama leikrit thegar thad var sýnt heima. Thá hló ég svo mikid ad mér var illt í maganum í thrjá daga á eftir. Piltarnir thrír sem tóku Sjeikspír í bakaríid í gaer stódu sig vel en thó hefur íslenska versjónin vinninginn í mínum huga. Thad slaer einfaldlega ekkert út Halldóru Geirhardsdóttur í hlutverki Lady Macbeth.


Víóluskrímslid - óvenju duglegt thessa dagana

Engin ummæli: