Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, febrúar 28, 2005

Thögn

Thad var óvenju thögult í húsi hinna töfrandi lita um helgina. Luis var ad vinna sér inn fyrir leigunni í Den Haag. Annegret var í burtu ad bjarga kaerastanum úr tilvistarkreppu. Nýja stelpan fór heim til pabba síns og mömmu. Gud veit hvar ofdekradi krakkaskrattinn á loftinu var nidurkominn. Hann gerdi mér thann greida ádur en hann fór ad fylla thvottavélina af óhreinu taui og setja hana ekki af stad. Nú bída larfarnir hans eftir honum fyrir framan hurdina hans. Múhaha.

Ég var semsagt alein heima. Hvergi heyrdist ómur af samtali milli örthunnra veggja hússins. Ég heyrdi hvorki í sjónvarpinu nidri né útvarpinu í eldhúsinu. Enginn spiladi tónlist. Enginn gerdi tilraunir til ad fjölga mannkyninu. Best af öllu var thó ad ég thurfti ekki ad hlusta á dýrid á loftinu aefa kántrímedleyid sitt og syngja med. Thad var alger thögn í húsinu. Eyrnatappasafninu mínu var skyndilega ofaukid.

Fyrst fannst mér thad skrýtid enda umkringd hljódum upp á sérhvern dag. En svo fór ég ad njóta thess. Eyrun hlutu verdskuldada hvíld frá thví stanslausa áreiti sem thví fylgir ad búa á illa einangrudu sambýli med fjórum ödrum thar sem sem hver lifir sínu lífi og thad med tilheyrandi vidhengjum. Sjálf maelti ég varla ord frá munni alla helgina. Í gaer thagdi ég nánast allan daginn. Eina lífveran sem ég yrti á var kötturinn Bezoek.

Thögn er sjaldgaefur munadur í H-landi. Thessarar helgi naut ég fram í fingurgóma. Vonandi kemur önnur slík sem allra fyrst.


Víóluskrímslid - endurnaert

Engin ummæli: