Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Klósettmúsík

Rétt í thessu sat ég í kaffistofunni med Lindu, sem spilar á klarinett. Hún var ad enda vid ad fá nótur ad nýskrifudu nútímaverki sem hún á ad flytja ásamt fleirum eftir nokkrar vikur. Verkid er skrifad í kringum hinar ýmsu vistarverur heimilisins.

Linda sat og rýndi í nóturnar. Hvada herbergi fékkst thú? Spurdi ég. Klósettid, sagdi Linda. KLÓSETTID? Hvernig tjáir madur klósett á klarinett? Ja, madur reynir ad herma eftir opnum krönum og thví sem heyrist thegar madur sturtar nidur...Linda rodnadi. Og, svo...svona plúmsplúms thegar fólk gerir nr. tvö...

Ég vard bit. Hvernig spilar madur plomp plomp á klarinett svo fólk átti sig á thví hvad sé ad gerast? Madur gerir svona trikk med klöppunum...Linda thagnadi. Svo sprungum vid úr hlátri.

Ekki er öll vitleysan eins.


Víóluskrímslid - nútímatónlist

Engin ummæli: