Ó María, mig langar heim
Thegar ég kom heim í gaerkvöldi úr vikulegri aevintýraför til barnamúsíkskólans í Eindhoven bidu mín skilabod á símsvaranum frá fyrrum húsbraedrum mínum í Pretoriastraat.
Their vildu fara í sund.
Ekki ég.
Vid komumst ad samkomulagi um ad fá okkur hollan göngutúr nidur í bae og fá okkur einn öl.
Barinn Exstase vard fyrir valinu. Thegar vid komum inn úr kuldanum áttudum vid okkur á thví ad thad var midvikudagskvöld. Á midvikudagskvöldum breytist Exstase nefnilega í skemmtistad med dansgólfi thar sem einungis er spilud tónlist frá áttunda og níunda áratug sídustu aldar.
Vid settumst vid bord, fengum okkur hvert sinn ölinn og fylgdumst med dansgólfinu fyllast af fólki. Og thá gerdist thad.
Their spiludu LIKE A VIRGIN med Madonnu.
Skyndilega var ég gripin svo grídarlegri heimthrá ad annad eins hefur ekki sést nordan Alpafjalla. Nostalgían nádi algerum tökum á mér og árin í Stórholti svifu mér fyrir hugskotssjónum. Partíin í rottuholunni thar sem 20 manns var trodid á 18 fermetra. Labbad nidur í bae á glerhálum Laugaveginum. Spotlight medan sá var og hét. Anita Dögg í gervi nektardansmeynnar Jelenu fengnu úr fataskáp Margrétar. Ég í kjólfötunum afa hans. María plötusnúdur í thrönga skídasamfestingnum. Bláalónsferdin fraega á Jónsmessunótt. Rúgbraud med sardínum í kvöldmatinn. Spegillinn í útvarpinu. Páfagaukarnir í eldhúsinu. Thegar ég var vön ad fara til ömmu eftir tíu á kvöldin og spjalla fram ad sídasta straetó. Kjötsúpa hjá pabba. Thegar ég var med lykla ad Tónskólanum á Engjateig, aefdi mig til thrjú á nóttunni og svaf til eitt á daginn. Sumlaferdir med fjölskyldunni. Jassklúbburinn. Seltjarnarnesid rúntad med forsetanum. Orri og Vala nýflutt á Grettisgötuna. Sund med Maríu. Ó, María. Vid sem dönsudum vid Like a Virgin og máludum baeinn bleikan.
Svo var lagid búid. Drengirnir voru nidursokknir í heimspekilegar paelingar og tóku ekkert eftir thví ad ég var farin ad vatna músum ofan í glasid mitt. Sem sannur Íslendingur tók ég thann pól í haedina ad harka af mér. Og thad gerdi ég med gódum árangri.
Like a virgin.
Víóluskrímslid - langar heim
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli