Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Thad rignir

..og hús hinna töfrandi lita drekkur í sig úrkomuna eins og svampur. Málning molnar af veggjum. Föt á grind thorna ekki. Madur er enn blautur eftir ad hafa thurrkad sér eftir morgunsturtuna. Rúmfötin hrollköld á kvöldin. Víólan mín hljómar eins og hún sé med kvef. Thad er eins gott ad thetta sé gott fyrir gródurinn.

Hinu árlega karnivali er lokid sem betur fer. Hreinsunardeild Tilburgar hefur unnid hördum höndum ad thví ad hreinsa upp konfetti, bjórdósir og aelur um allan bae sídan á thridjudag. Ég haetti mér út á medal lýdsins á sunnudagskvöldid og fór í bíó ad sjá Alexander thví mér leiddist svo mikid ad vera ein heima. Ég skar mig svo úr grímuklaeddum fjöldanum ad ég valdi fáfarna leid heim til ad fordast adkast. Alexander var ekki alslaemur og ég skemmti mér vel yfir grimmilegum bardagasenunum. En mikid fannst mér súrt ad their skyldu fara yfir herförina til Egyptalands á hundavadi til thess ad geta komid fyrir meiri ofleikinni hómóerótík.

Í gaer og fyrradag skrapp ég svo til Amsterdam ad heimsaekja Láru og eyda peningum. Í Body Shop rédst á mig grimmileg kona med svuntu sem spurdi hvort mig vantadi adstod vid ad velja fördunarvörur. Ég sagdi henni sem satt var ad ég nennti sjaldnast ad gera mig saetari en ég er. Hún setti mig thá upp á háan stól og máladi mig í framan. Ég thurfti ad eyda 80 evrum í geisladiskabúdinni FAME til thess ad jafna mig eftir thessa árás. Ég keypti allt frá Never mind the Bullocks med Sex Pistols til Pieces du clavecin en concert eftir Rameau. Gedklofaleg innkaup svo ekki sé meira sagt.

Til ad toppa allt saman er frí í skólanum thessa vikuna svo sudur H-lendingar geti nád sér eftir 5 daga stanslaust fyllerí í grímubúningum. Ég nota tímann til ad lesa háerótískar dagbaekur Ölmu Mahler og skipuleggja líf mitt naestu tvö árin. Áhugasömum skal tilkynnt ad ný áaetlun er á leidinni.


Víóluskrímslid - nidurrignt


Engin ummæli: