Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Varúd

Thessi pistill samanstendur af illskiljanlegum ídordum, fagidíotisma og herfilegum tónlistarnördaskap.

Ég hef níu líf. Thad sannadist endanlega í gaerkveldi thegar ég endadi daginn á ad sitja 3 tíma aefingu á Stabat Mater eftir Pergolesi. Eda Stabat Wagner eins og veslings orgelleikarinn kalladi verkid eftir ad hafa heyrt í söngkonunum.

Sópransöngkonan býr yfir víbratói sem skyggir á allt sem ég hef nokkurn tímann heyrt, thar med talid svakalegt thríundavíbrató vissrar eiginkonu viss orgelleikara vid vissa kirkju á Íslandi thar sem syngur viss kór. Altinn var sem betur fer med kvef svo thad heyrdist ekki eins mikid í henni. Aefingin fór fram í pínkulitlu herbergi thar sem tródu sér inn rafknúid orgelskrímsl, strengjakvartett og svo valkyrjurnar tvaer. Eftir tvo kafla fannst mér eins og höfudid á mér vaeri ad springa. Eftir thrjá kafla var ég farin ad búast vid thví ad glerin í gleraugunum mínum gaefu sig á hverri stundu. Verkid inniheldur tólf kafla. Thetta var rosalegt.

Fyrsti fidluleikari, sem thó er thekktur er fyrir ad spila Bach eins og Tchaikovski á stundum var ordinn ansi rjódur thegar aefingunni lauk. "Thetta er áskorun, gott fólk", sagdi hann og strauk svitann af enninu. "Vid thurfum ad gefa í, thad er ekki spurning. Meiri tón, meira víbrató, ekkert nobilis áherslukjaftaedi. Vid thurfum ad fylla heila kirkju med thessu." Mér leid eins og ég vaeri stödd á fótboltaaefingu.

Nidurstadan? Á föstudag flytjum vid Stabat Mater eins og salonband hefdi gert thad um 1956. Ég get ekki bedid.

-*-

Dagbaekur Ölmu Mahler komu skemmtilega á óvart. Thar skrifar ofdekradur krakkaskratti med gódan skammt af tónlistarhaefileikum, fagurt fés og dramatískt lífsvidhorf. Thad tók fólk greinilega lengri tíma ad komast af gelgjunni fyrir hundrad árum sídan. Dagbókin endar rétt fyrir brúdkaup Ölmu og Gústafs Mahler. Í einni af sídustu faerslunum lýsir Alma theim hraedilega degi thegar Gústaf missti vininn nidur í thann mund sem hann aetladi ad svipta hana heidrinum á sófanum í gardstofunni. Veslings Gústaf.


Víóluskrímslid - skemmtilegt er myrkrid

Engin ummæli: