Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Valdbeiting

Nú um hádegid sat ég í tíma og hlustadi med ödru eyranu á herra Langenhuijsen bladra um spil af fingrum fram. Lét hugann reika og gerdi mitt besta til ad gera mig gáfulega og áhugasama í framan.

Skyndilega heyrdist grídarlegur skarkali ad utan. Hver fjandinn, hugsadi ég. Nú hefur verid keyrt á einhvern fjandans hjólreidamanninn. Thad reyndist rétt. Bekkurinn thaut út í glugga, nógu snemma til ad sjá ungan svertingja liggja í götunni fyrir framan vígalegan BMW. Er einhver med síma, madurinn er saerdur, kalladi ég upp yfir mig. Hálfri sekúndu sídar áttadi ég mig á thví ad mennirnir sem stumrudu yfir piltinum voru lögreglumenn. Their höfdu keyrt manninn nidur.

Skelfingu lostinn stód bekkurinn í glugganum og horfdi á medan lögreglumennirnir sneru hinum fallna á alla kanta og leitudu á honum. Their bundu fyrir augu hans og sá feitasti sat ofan á honum med hnéd kyrfilega keyrt upp í bakid á veslings manninum. Allir sem einn öskrudu their á hann eins og their aettu lífid ad leysa og gáfu honum vel útilátin högg léti hann svo lítid ad snúa andlitinu upp úr götunni. Madurinn lá eins og slytti á grúfu medan their fóru inn á hann, klaeddu hann úr jakkanum og rifu skyrtuna upp úr buxunum. Mér ofbaud og ég sneri mér undan.

Thá heyri ég hann hrópa "Hvar er strákurinn minn?" Ég sneri mér aftur ad glugganum og mikid rétt, tharna stód lítill drengur í dúnúlpu fyrir aftan lögreglumann og horfdi á ósköpin. Hann horfdi líka á thegar lögreglumennirnir rifu pabba hans upp úr götunni og tródu honum inn í BMW-inn /an thess ad taka augnbindid af honum. Stuttu seinna kom annar bíll af sömu tegund og inn í hann var drengnum sagt ad setjast. Dyrnar lokudust og their keyrdu á brott. Hjólid sem fedgarnir höfdu verid á var stillt upp vid ljósastaur. Ólaest.

Hvad thessi madur hefur gert af sér veit ég ekki. Ég veit thad eitt ad hér vard ég vitni ad fyrirlitlegri medferd á manneskju, thar sem fjórir lögreglumenn í krafti valds síns gengu í skrokk á einum manni sem lyfti ekki fingri til ad verja sig - fyrir framan barnid hans.

Skyldu their hafa komid eins fram vid manninn vaeri hann hvítur, gelgreiddur med flatan brabantskan hreim? Thad er stóra spurningin.


Víóluskrímslid- bálreitt

Engin ummæli: